< Leiðakerfi Strætó

Merkingar vagna og biðskýla

 

skoða í stærri mynd (140 kb) - skoða í fullri mynd (260 kb)

 

Leiðarlyklar og leiðarborðar (mars 2003)

Leiðarlyklar kæmu skýrt fram á öllum hliðum vagna og heiti leiðanna jafnt að framan og aftan og á hægri hlið vagna. Hver vagn væri búinn með einfölduðu korti af leiðinni þar sem fram kæmu nöfn á helstu biðstöðvum leiðarinnar ásamt vísunum í leiðarlykla vagna sem hefðu viðkomu á sömu biðstöðvum. Þessi einfölduðu kort væru sett fram á renningum, leiðarborðum, bæði utan á vögnum sem innan. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að rútur, til þess búnar, ækju sem aukavagnar á mestu annatímum á vetrum, einnig vel merktar.

Allar biðstöðvar væru greinilega merktar með sínu heiti á sitthvorum enda skýlis þannig að greina mætti úr nokkurri fjarlægð, meðal annars úr vögnunum. Leiðarlyklar allra vagna sem hefðu viðkomu væru auðgreinanlegir á sama hátt. Eðlilega væri svo aðalkort leiðarkerfisins inni í hverju skýli ásamt tímatöflum og öðrum nauðsynlegum upplýsingum, líkt og nú er.

Góð upplýsingamiðlun er lykilatriði og ræður reyndar úrslitum um notagildi leiðakerfisins. Yfirlitskort væru í nokkrum mismunandi útgáfum og mælikvörðum, ýmist sem hluti almenns bæklings eða sem sjálfstæð kort. Skiptistöðvar væru merktar inn og helstu biðstöðvar ásamt heitum, auk þess sem aðrar stoppistöðvar væru markaðar inn á.

__________________________________

Leiðakerfi Strætó:

> Leiðakort: 13 stofnleiðir - 8 innri leiðir

> Greinargerð: Drög að leiðakerfi

> Umferðarmiðstöð og skiptistöðvar

> Umferðarmiðstöð við Kringlu

> Merkingar vagna og biðskýla

> Fortíð og framtíð

 

© mars 2003

Árni B. Helgason

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist