
Gróf hugmynd um rekstur léttvagnastrætó
Til samanburðar, í aftasta dálki töflunnar
hér að neðan, eru ágiskaðar tölur, sem gætu e.t.v. farið nærri
um kostnaðarskiptingu í núverandi kerfi Strætó bs. Gert er ráð
fyrir að á móti yfirgripsmeiri umsjón með fleiri vögnum og auknu
starfsmannahaldi komi sparnaður í almennri stjórnun og rekstri
vegna rekstrarleigu vagna og rekstrarútboðs biðskýla og
skiptistöðva.
Rekstrarkostnaður í milljónum króna á ári |
Einn léttur |
150 léttir |
90 þungir |
Rekstrarleiga á
ári, 20% af nývirði vagns |
2 |
300 |
|
Samsv.
rekstrarkostn. núv. vagna. Gróf ágiskun |
|
|
400? |
3½ stöðugildi
vagnstjóra pr. vagn |
12 |
1.800 |
1.080? |
Eldsneyti,
tryggingar, ýmisl. ót. utan rekstr.leigu |
2 |
250 |
370? |
Alls utan
stjórnunar og umsjónar |
16 |
2.350 |
1.850? |
Stjórnun,
umsjón, vefur, viðhald á sætum, þrif o.fl |
1 |
150 |
150? |
Alls að
meðtalinni stjórnun og umsjón |
17 |
2.500 |
2.000 |
Samkvæmt þessu þyrftu núverandi tekjur Strætó
að aukast um fjórðung - úr um 2.000 milljónum króna á ári í um
2.500 milljónir - að skapa mætti leiðakerfi með mun þéttara neti
leiða, greiðari skiptingum og allt að helmingi meiri ferðatíðni - á öllum aksturstímum
- en nú er boðið upp á.
500 milljónir á ári væri ekki stórt bil að
brúa ef til kæmi breytt hugarfar eigenda vagnanna, þeirra er
reka þá og alls þorra almennings.
Tíðari ferðir og þéttara leiðanet valda fjölgun farþega og þar
af leiðandi vaxandi tekjum. Á móti kemur einnig margvíslegur
sparnaður, minni ferðakostnaður heimilanna, lægri útgjöld til
umferðarmannvirkja og almennt bætt félagslegt umhverfi.
Sparnaður og vaxandi tekjur vega þannig á móti hinum
aukna kostnaði er af hlýst.
60% fjölgun
farþega, og þar með samsvarandi aukning fargjaldatekna,
myndi vega á móti 500 milljóna króna viðbótarframlagi. Næðist
það markmið stigvaxandi á fimm árum mætti skerða framlagið um 100 milljónir
króna á ári og loks fella það niður. Alls
næmi viðbótarframlagið þá 500 + 400 + 300 + 200 + 100 = 1.500
milljónum króna á fimm árum.
60% fjölgun farþega myndi
jafngilda því að vægi almenningssamgangna færi úr 4% í
6½%, en með tvöföldun farþegafjölda myndu almenningssamgöngur
anna um 8% af ferðum fólks. Í erlendum borgum sambærilegum við
Reykjavík er þetta hlutfall víðast hvar
miklu hærra, svo að um fjórðungur til fimmtungur allra ferða er
farinn með strætisvögnum eða lestum. Þar sem einna best er búið
að almenningssamgöngum í stórborgum Evrópu, svo sem í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og
París, anna þær um þriðjungi til helmingi allra ferða fólks,
jafnvel allt að tveimur af hverjum þremur ferðum, svo sem í
Stokkhólmi.
|