
(195
kb) -
(280
kb)
Grunnskipulag, endurbætt gatnamót og aðkomuleiðir
(mars 2003)
Hugmyndin í sinni fyllstu mynd gerir ráð fyrir stæðum fyrir
fólksbíla í kjallara, stæðum fyrir rútur aðeins undir núverandi
jarðhæð og loks strætisvagnastæðum á palli þar yfir. Í kjarna
miðstöðvarinnar væri margvísleg verslun og þjónusta en íbúðir í
háhýsi er risi þar upp af.
Miðstöðin væri byggð samhliða endurbótum á gatnamótum
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fyrir Kringlumýrarbraut
miðri yrði lagður einfaldur tvístefnustokkur undir Miklubraut,
fyrir öll ökutæki undir 2,5 til 3ja metra hæð. Á hinn bóginn
kæmi einföld
tvístefnubrú á Miklubraut yfir gatnamótin.
Stokkurinn og brúin mynduðu hindrunarlausar beinstefnuleiðir og
léttu umferðarþunganum af gatnamótunum, sem breytt yrði í hringtorg. Núverandi
akreinar beggja brauta, áfram í svipaðri mynd, þjónuðu þá fyrst
og fremst stórum ökutækjum og þeim minni bílum sem væru á leið
inn á nýja brautarstefnu um hringtorgið.
Þessi einfaldi háttur á gatnamótunum myndi opna greiðar leiðir
að umferðarmiðstöðinni, jafnframt því að tengja mætti
bílastæðahús Kringlu við Miklubrautarbrú með einföldum rampa, ef
ástæða þætti til, og létta þannig álagi af götunni Kringlu,
meðfram verslunarsamstæðunni.
|