< Umhverfi og byggð

 

Leiðakerfi Strætó

Í flestum stórborgum mynda sporbrautir metró stofnæðar samgangnanna en strætisvagnar þjóna fremur á skemmri leiðum og seinfarnari. Hér er gengið út frá sömu meginhugmynd – að sporvögnum þó slepptum, enda óhagkvæmir í svo strjálbýlli borg – að annars vegar sé kostur á sem tíðustum ferðum á hraðfara stofnleiðum, en á hinn bóginn séu innri leiðir sem fylli upp í eyður stofnleiðanna, þá fremur einskorðaðar við einstök svæði og hverfi og síður eins tíðar. Það sem skiptir þó sköpum er upplýsingamiðlunin. Að leiðbeiningar allar séu sem ljósastar og táknmálið skýrt, er lykill sem greiðir notendum bestu leiðina um kerfið.

 

Leiðakort

13 stofnleiðir - 8 innri leiðir (apríl 2003)

Langar stofnleiðir, oft milli endimarka höfuðborgarsvæðisins, nema að jafnframt séu hringleiðir, en þá umlykja þær all stóran borgarhluta eða mörg hverfi.

Innri leiðum er ætlað að þétta net langleiðanna og auðvelda ferðir innan hverfa og milli nálægra hverfa.

Þá er aðeins spáð í fjarlægari framtíð.

 

Nánar um leiðakort...

Greinargerð

Drög að leiðakerfi (maí 2003)

Dregin er upp mynd af leiðakerfi mun þéttara en það sem nú er í gildi - með meiri ferðatíðni og fleiri en smærri vögnum. Skipti- og tengistöðvum yrði fjölgað til muna, samfara byggingu sérstakra kjarnhýsa sem hýstu margvíslega þjónustu jafnframt því að vera margra íbúða fjölbýlishús.

Miðað er að kerfi almenningsvagna sem raunhæfum valkosti fólks til jafns við einkabíl.

Umferðarmiðstöð og skiptistöðvar

Tengsl við byggð og þjónustu (mars 2003)

Skiptistöðvar þurfa hvorki að vera stórar né miklar um sig í sjálfu sér. Aðeins óverulegur hluti bygginga sem hýstu stöðvarnar myndi falla undir beina strætisvagnaþjónustu.

Á hinn bóginn hefur það úrslitaáhrif á notagildi alls leiðakerfisins að stöðvarnar tengist sem nánast þjónustukjörnum og þéttri íbúðabyggð, auk atvinnustarfsemi margskonar.

 

Umferðarmiðstöð við Kringlu

Grunnskipulag og aðkomuleiðir (mars 2003)

Hugmyndin í sinni fyllstu mynd gerir ráð fyrir umferð á þremur plönum - stæðum fyrir fólksbíla í kjallara, stæðum fyrir hópferðabíla aðeins undir núverandi jarðhæð og loks strætisvagnastæðum á palli þar yfir.

Í kjarna miðstöðvarinnar væri margvísleg verslun og þjónusta en íbúðir í háhýsi er risi þar upp af.

Merkingar vagna og biðskýla

Leiðarlyklar og leiðarborðar (mars 2003)

Vagnar væru greinilega merktir í bak og fyrir, m.a. með einfölduðu korti af leiðinni þar sem fram kæmu nöfn á helstu biðstöðvum leiðarinnar ásamt vísunum í leiðarlykla vagna sem hefðu viðkomu á sömu biðstöðvum.

Góð upplýsingamiðlun er lykilatriði og ræður reyndar úrslitum um notagildi leiðakerfa.

Fortíð og framtíð

Jafnvægi gjalda og tekna (maí 2003)

Tíðari ferðir og þéttara leiðanet valda fjölgun farþega og þar af leiðandi vaxandi tekjum.

Vaxandi tekjur vega á móti hinum aukna kostnaði er af hlýst.

Breytt hugarfar eigenda vagnanna, þeirra er reka þá og alls þorra almennings, gæti með samstilltu átaki skapað almennings-samgöngum á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytt skilyrði í framtíðinni.

__________________________________

Leiðakerfi Strætó:

> Leiðakort: 13 stofnleiðir - 8 innri leiðir

> Greinargerð: Drög að leiðakerfi

> Umferðarmiðstöð og skiptistöðvar

> Umferðarmiðstöð við Kringlu

> Merkingar vagna og biðskýla

> Fortíð og framtíð

 

© maí 2003

Árni B. Helgason

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist