Árni
B. Helgason
Réttmæti skattheimtu

Útdráttur
Hráefni og orkugjafar jarðar mynda stofninn að
margháttuðu úrvinnsluferli um alla jörð
– ferli sem birtist í flestum athöfnum og viðskiptum
manna, framleiðslu jafnt sem þjónustu af óendanlega
fjölbreyttum toga, sem á endanum miðar að einhvers
konar neysluverð-mætum.
Hvert sem gjaldið er eða skatturinn sem hið opinbera
heimtir af þessum athöfnum og viðskiptum, og hvort
sem það heimtist af frumvinnslu, úrvinnslu eða af
hvers kyns þjónustu, af rekstri, af fjármagni eða af
almennum tekjum einstaklinga, þá er það í raun
ávallt almenningur sem greiðir reikninginn að lokum,
burtséð frá því hversu einfalt eða flókið ferli
hefur annars mótað hinn margvíslega neysluvarning
eða gert þjónustu kleifa, allt frá frumrótum.
Það er svo undir hælinn lagt hvort sá almenningur
sem greiðir reikninginn sé endilega sá sami sem
kalla mætti neytendur skatttekna á hverjum stað,
enda hríslast skattgreiðslur, sem hvert annað
fjármagn, út um alla jörð. Flest verðmæti fela í sér
skatta eða gjöld sem fallið hafa á framleiðslu eða
þjónustu á fjölmörgum stigum, allt frá því að hinar
ýmsu frumeiningar verðmætisins hafa orðið til víðs
vegar um jörð, jafnt sem að verkfæri, tæki, land eða
húsakostur, sem fólgið hefur í sér beinar eða
óbeinar álögur, hefur verið nýtt á hinum ýmsu
úrvinnsluog þjónustustigum.
Áhrif skattheimtu eru jafnframt afar mismunandi
eftir því hvað skattlagt er – vinna, vara, fasteign,
orka, hráefni, hagnaður, fjármagn – ekki síður en
eftir því af hverjum skatturinn heimtist, af eigin
þegnum eða af öðrum þjóðum, eða almennt séð, burtséð
frá ríkisfangi, hvort hann er heimtur af fátækum eða
ríkum.

ÖLDUM og árþúsundum saman hefur verið deilt um
réttmæti skatta og tollheimtu, enda fátt ef nokkuð
sem myndað hefur jafn djúpa undirrót stríða og
byltinga jafnt sem rætur almennrar stjórmálabaráttu.
Vart fyrirfinnst heldur það í heimi hér sem
skattheimtumenn hafa ekki með einum eða öðrum hætti
reynt að seilast í – með krumlur sínar, sem við
myndum kalla ef okkur þætti að seilst væri í með
óréttmætum hætti, ellegar jafnvel með útréttar
hjálparhendur, þætti okkur skattheimtan réttmæt,
okkur í vil, til stuðnings og pólitískrar hjálpar.
Í síðasta tölublaði Stjórnmála og stjórnsýslu,
haustútgáfunni, desember 2007, birtust tvær greinar
um skattamál eftir þá prófessora Hannes Hólmstein
Gissurarson og Stefán Ólafsson –
Jöfnuður og sanngjörn skattlagning,
eftir Hannes, og
Skattastefna Íslendinga,
eftir Stefán.1
Í flestum aðalatriðum virðist Hannesi skattheimta
vera nokkuð sanngjörn á Íslandi, svo að jafnvel
mætti ætla að við byggjum í einum besta heimi allra
heima, a.m.k. í skattalegum skilningi, en Stefán á
hinn bóginn ætlar að skattbyrði láglaunafólks hafi
aukist á mörgum undanförnum árum hinum tekjuhæstu í
vil, sem sé ósanngjörn skattastefna. Gróft á litið
virðast annars hugmyndir þeirra beggja, Hannesar og
Stefáns, um
meginformgerð skattheimtu fara saman, þó að
sannarlega greini þá á um áherslur í ýmsum atriðum.
Er skattastefna Íslendinga þá svo nærri réttu lagi
að spurningin snúist nær einvörðungu um minni háttar
leiðréttingu á stefnu, svo litla breytingu á
frítekjumarki eða svo mikla lækkun eða hækkun á
tekjuskatti eða hvort ívilna skuli aðeins meira eða
minna hinum ýmsu hópum sem þiggja sérstakar bætur?
Að minnsta kosti virðist sem nokkuð almennt
samkomulag ríki um meginstefnuna, m.a. af lestri
greina þeirra Hannesar og Stefáns og með hliðsjón af
skattaumræðu á hinum ýmsu þingum, hérlendis sem og
víðast hvar á Vesturlöndum og þó víðar væri leitað,
til hægri sem vinstri – að stefnufrávik megi fremur
líta á sem pólitísk bitbein í dægurþrasi en að
kúvendinga megi vænta.
Í vorútgáfu Stjórnmála og stjórnsýslu í fyrra, í
júlí 2007, birtist greinargóð umfjöllun um þessa
skattapólitík sem er svo einkennandi fyrir
Vesturlönd og við Íslendingar sannarlega höfum ekki
farið varhluta af –
Skattapólitík
eftir Indriða
H. Þorláksson2,
hagfræðing og fyrrverandi ríkisskattstjóra, þar sem
höfundur spyr í undirtitli greinar sinnar
hvort skattkerfið sé sanngjarnt og hvernig ívilnanir
þess nýtist,
en þeir Hannes Hólmsteinn og Stefán leita einmitt
ýmissa svara við þeim vangaveltum Indriða, og
sannarlega hvor með sínum hætti, sínum áherslum, í
desemberútgáfunni.
Skattar og samfélagssiðun
Indriði hefur grein sína,
Skattapólitík,
á þessari tilvitnun í Oliver Wendell Holmes, dómara
við Hæstarétt Bandaríkjanna á fyrrihluta síðustu
aldar, í rökstuðningi fyrir úrskurði réttarins í
dómsmáli: „Skattar eru það verð sem við greiðum
fyrir að lifa í siðuðu samfélagi” – og leggur
Indriði svo út af að þessi setning lýsi sköttum
betur en flest annað og að dragi fram það
meginatriði um eðli skatta að þeir séu ekki eitthvað
sem borgararnir séu sviptir heldur það sem þeir
þurfi að greiða fyrir til að samfélag teljist siðað.
Eða með öðrum orðum Indriða í útleggingu hans á
orðum dómarans: „Ákvörðunin um það hvað við verjum
miklu í þætti sem nauðsynlegir eru fyrir siðað
samfélag, menntun, heilbrigðisþjónustu, forsjá
aldraðra og þurfandi, löggæslu, menningarstarfsemi
o.s.frv., ræður því hvað við borgum í skatta.”
Mætti þá ekki ætla, samkvæmt þessu, sé rétt skilið,
að þeim mun meira fé sem einstaklingar, félög eða
fyrirtæki verji beint – sem sagt án milligöngu
skattheimtumanna – til menntunar,
heilbrigðisþjónustu, forsjár aldraðra og þurfandi,
löggæslu, menningarstarfsemi o.s.frv., því frekar
megi gera ráð fyrir afsiðun samfélagsins? Að
opinberir lífeyrissjóðir, svo dæmi sé tekið, stuðli
að sjálfgefnu að góðum siðum en frjálsir
almannatryggingasjóðir að slæmum? Að hátt
siðmenningarstig snúist því ekki síst um skattheimtu
– um fullkomna skattapólitík?
Skattapólitík Ráðstjórnarríkjanna snerist reyndar um
nær fullkomna skattheimtu, eða hvað hver vill kalla
það. Langsamlega mest af þjóðartekjunum sem til urðu
í ríkjunum heimtust af hinu opinbera sem skattur í
einhverri mynd, sem borgurunum var síðan greiddur
sem hverjum öðrum þurfandi, sem neyslueyrir eða verð
fyrir að fá að lifa í hinu siðaða samfélagi, hvort
sem þeir störfuðu að framleiðslu hvers kyns eða
þjónustu, hvort sem væri við mennta- eða
heilbrigðisþjónustu, forsjá aldraðra eða við
löggæslu eða herþjónustu eða að hvaða menningarmálum
sem væri.3
Sólkonungurinn, Loðvík 14, kann líka á sinn hátt að
hafa nálgast fullkomnun síns tíma í skattheimtu er
hann lét bændur blæða fyrir gjaldþrot ríkisins eftir
áratuga langar styrjaldir og byggingu halla á borð
við Versali, undir kjörorðinu „Ríkið, það er ég,” að
því sagt er.4
Skattapólitík Krists var á hinn bóginn afar
fyrirferðarlítil, snerist í orði kveðnu um að gjalda
keisaranum það sem keisarans væri og Guði það sem
Guði bæri, en á borði var reyndar fyrst og fremst sú
kenning hans að himnaríki væri í nánd: „Vertu ekki
hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast
að gefa yður ríkið.”5
Rit sitt
The Theory of Moral Sentiments
hefur Adam Smith á þessum orðum:
How selfish soever man may be supposed, there are
evidently some principles in his nature, which
interest him in the fortune of others, and render
their happiness necessary to him, though he derives
nothing from it except the pleasure of seeing it. Of
this kind is pity or compassion, the emotion which
we feel for the misery of others, when we either see
it, or are made to conceive it in a very lively
manner. That we often derive sorrow from the sorrow
of others, is a matter of fact too obvious to
require any instances to prove it; for this
sentiment, like all the other original passions of
human nature, is by no means confined to the
virtuous and humane, though they perhaps may feel it
with the most exquisite sensibility. The greatest
ruffian, the most hardened violator of the laws of
society, is not altogether without it.6
Hve
eigingjarn
maðurinn
kunni
að
vera,
þá
séu
greinilega
vissar
grundvallarkenndir
í eðli
hans
sem
kveiki
áhuga
hans
á örlögum
annarra
og
hvernig
þeirra
gæfuhjól
snúi
að
honum,
þótt
hann
uppskeri
ekki
endilega
neitt
nema
ánægjuna
af
að
hafa
upplifað
það.
Af
þessu
tagi
er
samúðin
eða
meðaumkunin,
vill
og
Adam
Smith
meina,
– tilfinningin
sem
við
berum
í brjósti
fyrir
eymd
annarra,
á hvern
veg
sem
við
annars
upplifum
hana.
Að
verða
harmi
slegin
yfir
harmi
annarra
sé
svo
almenn
upplifun
að
ekki
þurfi
vitna
við,
enda
sé
um
þá
kennd
eins
farið
og
allar
aðrar
grundvallarkenndir
manneskjunnar,
að
hún
sé
alls
ekki
bundin
við
hin
göfugu
og
dyggðugu,
þótt
þau
reyndar
kunni
að
bera
hinar
dýpstu
tilfinningar
í brjósti.
Hrotti
hinn
mesti,
sá
sem
fótum
treður
samfélagslögin
fyllstu
fetum,
er
allsendis
ekki
tilfinningalaus.
Í sinni
Kenningu um siðferðiskenndirnar
minnist Adam Smith reyndar ekki einu orði á
skattapólitík, sem slíka, það geymdi hann sér þar
til í hinu síðara testamennti sínu,
Auðlegð þjóðanna,
enda mun ósjaldnar vitnað til þess í pólitískum
tilgangi, ekki síst skattapólitískum, svo sem m.a.
má sjá af áðuráminnstum greinum þeirra Hannesar
Hólmsteins, Stefáns og Indriða. Með
Kenningu
sinni leggur Smith engu að síður grunn að því sem
kalla mætti hans pólitísku samúð með lítilmagnanum,
sem kristallast ekki síst í skattapólitík hans. Eða
með orðum Indriða H. Þorlákssonar:
Fræðilegt upphaf almennrar skattlagningarreglu má
sækja aftur til Adams Smiths. Í verki hans,
Auðlegð þjóðanna,
sem áður er getið, setur hann fram hugmyndir sínar
um skattlagningarreglu sem mótað hefur viðhorf til
skattlagningar á Vesturlöndum og kalla má
greiðslugeturegluna. Samkvæmt henni eiga þegnarnir
að greiða til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins í
samræmi við getu sína. Ekki er auðvelt að festa
nákvæmlega niður hvað felst í hugtakinu greiðslugeta
en ljóst er að hjá Adam Smith var aðallega verið að
vísa til tekna og hefur svo verið í gegnum tíðina,
auk þess sem að eignir hafa einnig verið hafðar til
viðmiðunar og hafa eignarskattar verið réttlættir
með tilvísun til þess. Auk tekna og eigna ræðst
greiðslugeta af fjölskylduhögum og öðrum ytri
aðstæðum sem oft er tekið tillit til við ákvörðun
skatta.7
Hannes Hólmsteinn hnykkir enn frekar á þessu
sjónarmiði: „Smith segir beinlínis „í hlutfalli við
tekjur” (in proportion to the revenue). Hann segir
að vísu á öðrum stað í sama riti: „It is not very
unreasonable that the rich should contribute to the
public expence, not only in proportion to their
revenue, but something more than in that
proportion.” En þar er hann að rökstyðja skatt á
munaðarvöru, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að
lenda af mestum þunga á auðugu fólki.”8
Þrátt fyrir þær djúpstæðu siðferðiskenndir sem
skattheimta Ráðstjórnarríkjanna kann að hafa verið
reist á, þá er alls óvíst að bandaríski
hæstaréttardómarinn, sem Indriði nefnir til sögu,
hefði kveðið upp sýknudóm yfir heimtunum, með tilliti til þess hve hinn almenni
Sovétborgari mátti kaupa sína samfélagssiðun dýru
verði. Hvað þá hvort dómaranum hefði hugnast
skattheimta keisarans í Róm – eða hví var það
hlutverk Palestínumanna á dögum Krists að gjalda
sérstakt verð til uppihalds rómverskum siðum og
menningu? Hvað þá nú! Eða hlutverk franskra bænda að
bæta fyrir yfirsjónir skattfrjálsrar hirðar og
aðals? Hvað þá hvort dómaranum hefði hugnast að vera
rukkaður sjálfur um sérstakan skatt, t.d. teskatt,
til uppihalds breska heimsveldinu.
Það er því tæpast neitt sjálfgefið „um eðli skatta”
að þeir séu það sem borgararnir þurfi að greiða
fyrir „til að samfélag teljist siðað”, líkt og
Indriði vill gefa sér á forsendum réttarkrufningar
hæstaréttardómarans. Skattheimta getur verið siðlaus
jafnt sem studd djúpum siðferðiskenndum, réttmætt
jafnt sem óréttmæt á ýmsa vegu, og myndi réttmætið
þó tæpast vera mælt nema á afar afstæðan og þó ekki
síst pólitískan kvarða. – Eða því skyldi óheft
mannfjölgun vera verðlaunuð á Vesturlöndum með hinum
ýmsu skattaívilnunum og barnabótum á sama tíma og
þeim sem eignast fleiri en eitt barn í Kína er
refsað hart með ýmiss konar skattheimtu eða missi
réttar barns til gjaldfrjálsrar skólagöngu og
heilbrigðisþjónustu?9
Ólík áhrif mismunandi skattheimtuleiða
Drjúgur hluti, oft á bilinu fjórðungur til hartnær
helmingur, af útgjöldum hins opinbera á Vesturlöndum
rennur nær jafnóðum til baka í hinar sömu opinberu
fjárhirslur í formi skatttekna – hvort sem um er að
ræða t.d. laun starfsfólks á ríkisspítala, greiðslur
til verktaka fyrir vegarlagningu eða kaup á
lögfræðiþjónustu. Þessu er talsvert öðruvísi farið í
olíuauðugustu ríkjum við Persaflóa þar sem
skattheimta snýst að langmestu leyti um álögur á
útflutta olíu, enda skattaálögum á almenning vart
til að dreifa þar og flest innlend viðskipti sem
næst skattfrjáls.10
Það eru þá fyrst og fremst við, Vesturlandabúar, sem
í raun greiðum mest allan skattinn með stórkaupum
okkar á olíu, en ekki þeir sjálfir landsmenn,
burtséð frá því hvort starfi við hjúkrun,
vegaverktöku eða olíuborun. Á hinn bóginn
fyrirfinnast jafnframt þau lönd sem á samsvarandi
óbeinan máta greiða okkur Vesturlandabúum jafnvel
fúlgur fjár í skatta, reyndar öll lönd sem kaupa
eitthvað af okkur, hvort sem er einhverja vöru, t.d.
lyf við alnæmi, eða einhvers
konar þjónustu, t.d. verkfræðiráðgjöf vegna
hitaveitu og borunar eftir heitu vatni.
Fljótt á litið mætti ætla að í sama stað komi niður
hvar skatturinn sé heimtur
– af vinnu, t.d. hjúkrunarfólks, lögmanna,
vegagerðar- eða bormanna, af fullframleiddri vöru, svo
sem þvottavél, sápu, bíl eða bensíni, af fasteign í
formi fasteignaskatta (fyrir utan skatta af
leigutekjum eða af þeim sem byggt hafa húsið eða
þjónustað það), af auðlind eða hráefni, t.d. af
hráolíu, timbri eða vatni, eða af hagnaði og
fjármagni alls kyns á þar til bæran máta – bara svo
fremi að hið opinbera, hvort sem er t.d. í
SaudiArabíu, Kína eða á Íslandi, hafi úr nægu að
spila, hvert ríki á sinn hátt, til að geta skapað
þegnum sínum siðrænan samfélagsgrundvöll við hæfi.
Sé nánar að gáð eru áhrif af skattheimtu engu að
síður afar mismunandi eftir því hvað skattlagt er –
vinna, vara, fasteign, orka, hráefni, hagnaður,
fjármagn – ekki síður en eftir því af hverjum
skatturinn heimtist, af eigin þegnum eða af öðrum
þjóðum, eða almennt séð, burtséð frá ríkisfangi,
hvort heimtur er af fátækum eða ríkum.
Almennir tekju og neysluskattar valda því að
langflest útgjöld hins opinbera jafnt sem almennings
eru hærri sem nemur skattheimtunni. Hver sá sem
kaupir
t.d. verkfræðiþjónustu hér á landi má reikna með að
hartnær helmingur verðsins fyrir þjónustuna liggi í
virðisaukaskattinum og tekjuskatti verkfræðinganna,
að ógleymdum svonefndum tryggingagjöldum. Eru þá
ótaldir hinir ýmsu smærri skattaliðir sem reiknast
beint eða óbeint inn í hina útseldu vinnu, svo sem
skattar sem áhrif hafa á rekstrarkostnað húsnæðis og
bifreiða og skattar sem verkfræðistofunni kann að
vera gert að greiða af rekstrarhagnaði. Sé hið
opinbera kaupandinn kynni verðið því í raun að vera
hartnær helmingi lægra en það sem reikningurinn
hljóðaði upp á – vegna skattbakfærslnanna sem
flestar myndu skila sér að nokkrum vikum eða mánuðum
liðnum til baka í hinar sömu opinberu fjárhirslur og
greitt væri úr – nema þjónustan væri keypt erlendis
frá, t.d. af Kínaríki í viðskiptum við OR eða Geysi
Green, að þá stæði hið opinbera nánast í sömu sporum
og hver almennur kaupandi hvar sem er, að gjalda
yrði reikninginn að fullu, með sköttum og öllum
opinberum gjöldum, að frátöldum virðisaukaskattinum
einum, án neinnar vonar um sérstakar síðari tíma
bakfærslur.
Skattar sem á hinn bóginn leggjast á einstakar
afurðir eða á not af landi og náttúru hafa fyrst og
fremst áhrif á þeim sviðum, oft þröngu, sem
skattlagningin tekur til. Myndi þó sannarlega margt
horfa öðruvísi við í heiminum ef skattheimturegla
Saudi Arabíu væri hin almenna – að stjórnvöld
hvarvetna hefðu tekjur sínar nær alfarið af
náttúrugæðum alls burtséð frá því eftir hvaða
stjórnarfarslega, siðræna kvarða skattekjum væri
útdeilt. Að minnsta kosti er hætt við að þá lægju
Danir í því, þessi ein mest velmegandi þjóð heims og
líkast til skattahæsta en ein hin snauðasta af
flestum öðrum náttúrugæðum en úrvals ræktarlandi,
dálítilli vindorku og fáeinum ofurnýttum fiskimiðum.
Til
að
gera
sér
í hugarlund
áhrif
af
slíkri
almennri
skattheimtuleið,
er
rétt
að
beina
sjónum
fyrst
að
því
sem
kalla
má
náttúrugæði,
svo
margbreytilegar
sem
auðlindir
jarðar
eru
í víðtækasta
skilningi.
Ræktarland
og
bithagar,
búfénaður,
veiðilendur,
skóglendi,
fiskimið,
tjarnir,
vötn,
ár
og
lækir,
ferskvatn,
vatnsorka,
sólarorka,
vindorka,
jarðvarmi,
jarðvegur,
málmar,
steinefni,
sölt,
kol,
olía,
jarðgas
– allt
er
þetta
auður
sem
náttúran
gefur
af
sér,
reyndar
í ótal
margbreytilegri
myndum
en
hér
er
upp
talið,
hversu
vel
eða
vannýttur
eða
illa
nýttur
auðurinn
annars
er
eða
hefur
verið
um
aldir.
Og
myndu
sumir
þó
láta
sér
nægja
að
segja
að
náttúran
sé
ein
allsherjar
auðlind
í sjálfri
sér
þar
sem
tæpast
verði
neitt
undan
dregið,
hvað
þá
náttúrufegurðin.
Nýtni og ending í ljósi skattheimtu
Að því gefnu að neysluskattar, virðisaukaskattur og
vörugjöld, og skattar af vinnu, tekjuskattar og
tryggingagjöld, væru litlir sem engir víðast hvar,
líkt og er í flestum olíuríkjum, þá gefur augaleið –
að opinberum tekjum óskertum – að auðlindir jarðar,
orka og hráefni, flestar loft-, sjó- og landnytjar,
væru dýrseldari sem sköttum næmi. Flest frumvinnsla
væri þá háð auðlindagjöldum og sköttum af ýmsu tagi,
en úrvinnsla væri þeim mun ódýrari sem skattleysi
vinnuafls og neyslu næmi. Sannarlega myndu flest
hlutföll vöruverðs, orku og þjónustu raskast frá því
sem nú er. Lítt unnar vörur og orkufrekar við
vinnslu myndu hækka í verði, og þá því frekar sem
mannshöndin kæmi minna við sögu vinnslunnar, en
mannaflsfrek framleiðsla og þjónusta myndi almennt
lækka í verði.
Ef kostnaður við flugfar væri greindur í frumþætti
sína kæmi í ljós að hann er margsamsettur úr ótal
þáttum sem að lokum greinast þó nær allir í annað af
tvennu: annars vegar greiðslu fyrir einhvers konar
vöru, hins vegar greiðslu fyrir einhvers konar
vinnuafl, þjónustu starfsfólks, sem hið opinbera af
hvorutveggja tekur sinn mismikla skerf í formi
skatta og gjalda. Því dýpra sem væri krufið og vara
nálgaðist meir að vera hreint hráefni, kæmi í ljós
að skattlagningarhlutfallið færi yfirleitt lækkandi
– nema þegar olíuvörur nær einar ættu í hlut. Enda
er það svo á flestum stigum að hið opinbera fær
tekjur sínar fyrst og fremst af skatti á vinnuafl
vegna framleiðslu og sölu og skatti á virðisauka
vegna sömu vinnslu og sölu – en síst og sjaldnast af
umtalsverðum orkueða hráefnisgjöldum nema þegar
olíuvörur eiga í hlut.
Þannig
má
reikna
með
að
skatttekjur
Ástrala
af
súráli,
aðalhráefninu
sem
notað
er
til
álframleiðslu,
séu
harla
litlar
miðað
við
umfang
vinnslunnar,
enda
koma
mun
færri
skattlagðar
mannshendur
að
vinnslu
súráls
en
að
hönnun
og
samsetningu
samsvarandi
magns
af
unnu
áli,
t.d.
við
flugvélasmíði,
hvað
þá
að
margar
hendur
komi
að
vinnslu
hins
áloxíðríka
málmgrýtis
sem
báxít
nefnist
og
er
aðalhráefni
súrálvinnslu.
Mætti
raunar
segja
líka
sögu
af
skatttekjum
Íslendinga
af
álbræðslu
þó
að
vísast
séu
þær
tekjur
hlutfallslega
öllu
hærri
enda
vinnslan
þróaðri
– og
þó
stór
spurning
með
tilliti
til
þess
hve
arður
og
skatttekjur
af
orkusölu
vegna
framleiðslunnar
vega
lítið.
En
líkt
myndi
gilda
um
pappírinn
sem
flugfarmiðinn
er
prentaður
á eða
einkennisbúninga
flugliðanna,
að
því
framar
sem
farið
er
í vinnslu- og
söluferlið
og
varan
nær
því
að
mega
kallast
hreint
hráefni,
í þeim
tilfellum
timbur
og
t.d.
baðmull,
hör
eða
ull,
þeim
mun
minni
eru
skatttekjurnar
– og
reyndar
hvað
varðar
landbúnaðarvörurnar
má
fremur
reikna
með
útgjöldum
hins
opinbera,
niðurgreiðslum,
vegna
framleiðslu
á frumstigi
en
að
eiginlegir
skattar
heimtist.
Gagnvart farmiðakaupandanum skiptir slík
kostnaðargreining litlu máli en því meira hvað farið
kostar í heild sinni. Hvort virðisaukaskattur sé
hluti kostnaðarins ásamt tekjusköttum flugmanna,
flugþjóna, flugvirkja, flugsölufólks,
flugvéla-hönnuða, flugvélasmiða, álversstarfsmanna,
súrálsvinnslumanna og báxít-námumanna eða hin
opinberu gjöld væru á hinn bóginn fólgin í háum
sköttum sem flugfélagið mætti greiða með olíukaupum,
háum sköttum sem það mætti gjalda fyrir mengun
loftsins og háum sköttum sem flugvélaframleiðandinn
skyldi gjalda með álkaupum og þó flugfélagið í raun
sem kaupandi að vélinni og farþeginn að lokum – það
kæmi út á eitt fyrir farþegann, farmiðakaupandann,
svo lengi sem hann sætti sig við fargjaldið í heild
sinni.
Af sjónarhóli flugrekandans og þeirra framleiðanda,
byrgja og þjónustuaðila sem hann skipti við liti
málið allt öðruvísi út, enda stæði flestur
atvinnurekstur, og reyndar ekki síður almenningur,
frammi fyrir verulega breyttu útgjaldamynstri í
auðlindaskattskerfi en í því tekju- og
neysluskattskerfi sem við búum við nú á tímum. Á
öllum stigum væri hvatt til sparnaðar í efnisog
orkukaupum en því meira lagt upp úr endingu og
nýtni. Flugvélaframleiðendur legðu enn meiri áherslu
á endingu véla sinna en nú og á smíði sparneytnari
hreyfla, einfaldlega vegna vaxandi krafna frá
flugvélakaupendum. Vegna þess hve vinnuafl væri
ódýrara, sökum skattleysis þess, myndi hver flugvél
ganga í gegnum fleiri klassanir, uppgerðir, vera
oftar yfirfarin af flugvirkjum og gerð upp sem ný,
þannig að vélar entust almennt enn lengur en nú.
Ekki ólíkt myndi gilda um ökutæki, jafnt
flugrekandans sem annarra, að þau væru nýtt mun
lengur, vegna þess hve viðhaldsþjónusta, lítt sem
ekkert skattlögð, væri orðin hagkvæmari en nýkaup.
Kröfur væru jafnframt gerðar til nýsmíði um góða
endingu, líkt og á við flugvélasmíði, að með
aldrinum mætti á sem einfaldastan máta endurnýja
einstaka slitna hluti í stað þess að endurnýja
ökutækið allt.
Þó að tækninýjungar, tíðarandi, tíska og hugarfar og
þá ekki síst áhrif af auglýsingum valdi oft miklu um
endingu hlutanna þá ræðst endingin ekki síst af
hlutfallinu milli viðhaldskostnaðar og kostnaðar við
endurnýjun. En svo sem hér hefur verið lýst mótast
þetta hlutfall verulega af skattlagningu. Þeim mun
dýrseldari og hærra skattlögð sem viðhaldsvinnan er,
því hagkvæmara er að vinna nýja hluti með ódýrum og
lítt skattlögðum vélum, ódýrum og lítt skattlögðum
hráefnum og jafnvel ódýrri og lítt skattlagðri orku,
hvað þá þegar afar ódýrt vinnuafl og lítt sem ekkert
skattlagt býðst til framleiðslunnar.
Pólitískar og siðrænar forsendur skattheimtu
Af
þeirri
ýktu
mynd
sem
hér
hefur
verið
dregin
upp
má
sjá
að
skattar
hafa
veruleg
áhrif
á neyslumynstur,
enda
stýra
þeir
beinlínis
neyslu
og
reyndar
flestum
fjárhagslegum
athöfnum,
allt
eftir
því
hve
þungt
eða
létt
þeir
leggjast
á hin
ýmsu
svið.
Hin
pólitíska
spurning
um
réttmæti
skattheimtu
fjallar
því
ekki
síst
um
það
hve
hin
ýmsu
svið
þoli
miklar
álögur,
hvert
í samanburði
við
annað,
en
aftur
á móti
vekja
svörin
við
því
gjarnan
upp
hinar
ýmsu
spurningar
jafnvel
af
siðrænum
toga.
Eða er siðferðilega réttmætt af olíuríki að hlífa
þegnum sínum sínum við álögum – á kostnað
náttúrugæða landsins eða réttara sagt á kostnað
þeirra sem á endanum nýta sér gæðin? Eða réttmætara
af vestrænu upplýsingaþjóðfélagi að hlífa orkulindum
sínum við álögum – eða ræktarlöndum sínum,
skóglendi, fiskimiðum, námum – allt á kostnað
skattborgara landsins? Eða hver skyldi vera orsök
þess að skattheimta á meðal hinna þróuðustu
upplýsingaþjóðfélaga beinist fyrst og fremst að
hinum upplýstu þjóðfélagsþegnum, hinum miklu
neytendum, og það í mjög ríkum mæli, en allra síst
að frumrótunum, jarðargróðanum, sem flest neyslan á
þó rætur að rekja til og þar með upplýsingin?
Heimspólitík, kynnu sumir að svara blákalt. Eða því
skyldi heimsmarkaðsverð á hráefnum almennt vera svo
miklu lægra en flest afurðaverð upplýsingarinnar? En
ekki er fjarri lagi að verð á tonni af hinum ýmsu
hráefnum á heimsmarkaði jafnist á við hin ýmsu góðu
dagsverk í útseldri vinnu upplýstra
Vestur-landamanna, reyndar afar gróft ágiskað, eðli
jöfnunar samkvæmt. Þannig má jafna heimsmarkaðsverði
á tonni af áli eða jafnvel kopar, sem teljast til
hinna dýrari nytjamálma, til útseldra daglauna
hátttskrifuðustu lögfræðinga, en verði á sykurtonni
eða tonni af korni af ýmsu tagi til mismunandi
útseldra daglauna vesturlenskra verkamanna.
Daglaunum hinna ýmsu starfsstétta mætti á
samsvarandi hátt jafna til járnverðs eða stálverðs í
tonnum talið, við verð á tonni af tei eða kaffi eða
við verð á hinum ýmsu ávöxtum í tonnatali, verð á
olíutonni til matar eða olíutonni til brennslu, allt
eftir vægi og virði dagsverkanna.
Að olíu nær einni undanskilinni vega beinir skattar
á hráefni yfirleitt sáralítið. Hafi hið opinbera
einhverjar tekjur af vinnslu þeirra felast þær
oftast nær í sköttum af vinnslufyrirtækjunum og þó
aðallega af starfsmönnum þeirra. En því vélvæddari
sem hráefnisvinnslan er þeim mun minni er eftirtekja
hins opinbera, enda vélar í flestu tilliti
undanþegnar opinberum gjöldum, eða á hinn bóginn sé
vinnslan mannaflsfrek, þá helgast það yfirleitt af
því að laun á vinnslusvæðinu eru svo lág að
vélvæðing borgar sig illa, hvað þá að hið opinbera
hafi yfirleitt nokkur tök á að heimta skatta sem
nokkru nemi af ódýru vinnuafli. Jafnvel
orkubrennslan sem vélvædd hráefnavinnsla krefst er
yfirleitt sáralítið skattlögð, hvort sem hún á
uppruna sinn í kolum, olíu, vatnsafli eða jarðvarma.
Nær einu umtalsverðu skatttekjurnar sem íslenska
ríkið hefur af sölu raforku heimtast af
byggingaverktökum og þó aðallega af starfsmönnum
þeirra þann skamma tíma sem tekur að byggja
orkuverin – áður en að sjálfri orkusölunni kemur.
Olía til fiskiskipa jafnt sem sanddæluskipa er nær
skattfrí, svo sem hver önnur vinnuvélaolía – að
frátöldum tolli olíuríkjanna, að sjálfsögðu – og
gildir reyndar svipuð regla víðast hvar um heim, að
gjöld vegna orkunotkunar eru hverfandi nema vegna
samgangna á landi, en gjöldunum er þá ætlað að
standa straum af kostnaði við samgöngumannvirki.
Sem ríkjandi afl í heiminum margar undanfarnar aldir
hafa Vesturlönd ráðið mestu um heimsmarkaðsverð á
flestum sviðum, allt frá því að nýlendustefnan gamla
mótaði heimsviðskipti, allt til okkar daga að
upplýsingin hefur kennt hinum gömlu, fyrrum nýlendum
og hjálendum sínum þá lexíu að gjöld af hrávöru væru
ekki lengur vel séð í hinum vestræna heimi, enda þar
ekki lengur litið á neinar slíkar vörur sem munað,
hvað þá að unað yrði við gjöld í formi hinna gömlu
verndartolla og útflutningsgjalda, sem voru þó um
langa hríð ein helsta auðsuppspretta
upplýsingarinnar, hvort sem gjöldin kölluðust
stáltollur, teskattur eða stimpilgjald af einhverju
tagi. Það var því áfall fyrir hin vestrænu
neysluríki þegar olíuframleiðslulönd, í krafti
samtakamáttar síns, ekki síst í krafti rótgróinnar,
menningarlegrar samheldni múslima, tóku að knýja
fram hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu – á sinn þó
afar frábrugðna hátt ekki ólíkt því þegar vestræn
verkalýðshreyfing tók að knýja fram hækkanir á
daglaunum sínum, í krafti síns mikla samtakamáttar
og jafnvel trúarhita af kennilegustu rótum, og
krafðist þá ekki síst, jafnframt munaðinum, að hún
fengi hlutdeild í upplýsingunni, þá að sjálfsögðu
fyrir tilstuðlan skatta í einhverri mynd.
Forskotið sem Vesturlönd fengu á nýlendutímanum var
slíkt að kalla má að þau hafi haft ráð flestra gömlu
nýlendanna í hendi sér allar götur síðan, hvort sem
annars hjálendur kölluðust eða voru lendur af öðru
tagi. Lögmál framboðs og eftirspurnar hefur ráðið í
orði kveðnu en á borði hafa viðskipti milli þessara
tveggja heima ekki síður ráðist af hernaðarlögmálum,
hernaðarógn, og lönd jafnvel verið knúin til
ópíumviðskipta, jafnvel verið krafin um slík
viðskipti af hörku með stríðum. Ógnin var frá
upphafi til staðar og gilti einu hvort lönd
kölluðust nýlendur eða voru leppríki, hvort þau hétu
Indland eða Kína, hvort í hlut ættu lendur Afríku,
Asíu, Ameríku eða Eyjaálfu. NorðurAmeríka braust þó
undan yfirráðum Evrópumanna og tók með tímanum að
standa þeim jafnfætis, enda sú álfa fyrst og fremst
byggð Evrópumönnum og afkomendum þeirra, fólki sem
þekkti jafn vel til hernaðartækninnar og alls
hugarfarsins sem að baki ógninni bjó og
drottnararnir sjálfir. Afkomendur Evrópumanna í
Rómönsku Ameríku fóru ekki ólíkt að en vegna þess
hve fámennir þeir voru samanborið við innfædda jafnt
sem blendinga eða afkomendur innfluttra Afríkumanna
tóku þeir sér iðulega svipað einræðisvald yfir öðrum
landsmönnum og nýlenduherrarnir höfðu haft fyrrum og
þó gjarnan í skjóli náfrænda sinna,
NorðurAmeríkumanna. Mestöll Eyjaálfa öðlaðist síðan
sjálfstæði á svipuðum forsendum, forsendum
Evrópumanna.
Niðurstaðan var sú að nánast um alla jörð höfðu
Evrópumenn eða afkomendur þeirra flest ráð í hendi
sér við upphaf síðustu aldar – jarðargróðinn var
þeirra, enda töldust sandar Arabíu þá tæpast til
gróðalinda, ekki frekar en aðrar eyðimerkur
Tyrkjasoldáns.
Heimsþorpið
Fljótt
á litið
mætti
ætla
að
lífskjör
yrðu
lakari
á Vesturlöndum
ef
kostnaður
við
orku
og
hráefni,
hvort
sem
þau
væru
innflutt
eða
heimanfengin,
hækkaði
vegna
álagningar
auðlindagjalda,
og
þá
að
hækkuðu
að
sama
skapi
þeir
kostnaðarliðir
véla
og
neysluvarnings
sem
háðir
eru
mikilli
orku- og
hráefnanotkun.
Reynslan
sýnir
og
sannar
þó
hið
gagnstæða,
að
hækkun
leiðir
nær
undantekningarlaust
af
sér
bætta
nýtingu,
og
þá
því
fremur
sem
verð
er
mjög
lágt
fyrir,
og
gerir
nýtingin
þá
yfirleitt
gott
betur
en
að
vega
á móti
kostnaðarhækkunum.
Þá
ber
og
að
hafa
í huga
og
er
grundvallaratriði,
hve
lækkun
tekju- og
neysluskatta
hefði
jákvæð
áhrif
til
mótvægis
– hve
allur
launakostnaður,
öll
útseld
vinna
og
þjónusta,
og
þá
jafnt
á framleiðslu-,
heildsölu- sem
smásölustigi,
lækkaði
að
sama
skapi.
Það
yrði
því
í raun
svo
í mörgum
tilfellum
að
lækkun
þeirra
kostnaðarliða
er
snúa
að
launum
myndi
vega
á móti
hækkun
kostnaðarliða
orku
og
hráefna.
Meginniðurstaðan
væri
þó
ekki
síst
sú
hve
stórlega
myndi
draga
úr
sóun
og
öll
nýting
myndi
batna
af
völdum
lækkandi
verðs
á viðhaldsþjónustu
jafnt
sem
annarri
þjónustu,
hvort
sem
er
heilbrigðisþjónustu,
þjónustu
kennara,
veitingamanna,
flugmanna,
verkamanna.
Ein skýrustu dæmi um jákvæð áhrif hækkana á
Vesturlöndum eru annars vegar almennar
launahækkanir, aukinn kaupmáttur launa, lungann úr
allri síðustu öld, og hins vegar olíuverðshækkanirnar
á seinustu áratugum aldarinnar. Lengi vel leiddu
almennar hækkanir láglauna og miðlungslauna til
gríðarlegrar hagræðingar á flestum sviðum –
vélvæðingar sem var reyndar sumpart á kostnað hinna
vanþróuðu landa, sumpart ekki – og lengi vel nýttist
ábatinn af aukinni framleiðni til nýrrar
fjárfestingar og hæfilegrar fjölgunar starfa. Á sama
hátt ýttu olíuverðshækkanir undir smíði á mun
sparneytnari vélum og til orkusparnaðar á flestum
sviðum, með þeim afleiðingum m.a. að nú nýta vélar
orku iðulega helmingi betur en fyrir aðeins þrem,
fjórum áratugum síðan, samfara því að meiri áhersla
er lögð á léttleika véla og tækja og er nýting
annarra hráefna þar af leiðandi talsvert betri
jafnframt.
En allar hækkanir eiga sér sínar takmarkanir,
sérstaklega ef þær eru mjög einhliða og í miklu
ójafnvægi við aðra tekjustofna eða útgjöld – og þá
beinlínis í landfræðilegu tilliti. Fyrir tíma
olíuverðshækkana og þá jafnframt fyrir tíma
gámavæðingar og háþróaðrar tölvu- og upplýsingatækni
voru flutningar almennt mun dýrari en nú, slíkar eru
hinar tæknilegu framfarir og þá hagræðingin sem af
hækkununum hefur leitt. Samskipti heimsálfa á milli
eru því orðin mun einfaldari en um leið er
ójafnvægið milli launa og almennrar afkomu jarðarbúa
ekki einungis orðið mun ljósara heldur er misvægið
farið að hafa mun sterkari áhrif á vogarskálar
beggja vegna. Hálaunasvæði skáka ekki lengur í
skjóli landfræðilegra múra – erfiðra samganga og
erfiðra samskipta – líkt og fyrr á tíð heldur eiga
nú í beinni samkeppni dags daglega við láglaunasvæði
þó að víðs fjarri séu.
Í sjálfu
sér
er
þessi
þróun
ekki
ný
af
nálinni.
Öldum
saman
hafa
samgöngur
batnað
og
samskipti
einfaldast
og
því
fleiri
landfræðilegir
múrar
fallið
með
þeim
afleiðingum
að
einstakar
efnahagslegar
heildir
hafa
farið
sístækkandi.
Þannig
var
Evrópa
á sínum
tíma
girt
innbyrðis
háum
tolla- og
samskiptamúrum
allt
niður
í smæstu
léns-,
fursta- og
greifadæmi
og
munur
á afkomu
einstakra
héraða
jafnt
sem
landa
á milli
mikill.
Ísland
var
langt
í frá
í sömu
sveit
sett
og
Kaupmannahöfn,
líkt
og
nánast
er
nú,
hvað
þá
að
bændur
á Jótlandi
lifðu
í sama
heimi
og
herragarðseigandinn
– og
skipti
þá
litlu
máli
þó
hinir
sömu
væru
allir
undir
sama
kóng
settir,
slík
var
mismununin
múranna
á milli
og
bilið
þó
oft
stutt
á milli.
Eftir langvarandi misklíð og baráttu um brauðið má
þó segja að Evrópa, löngum ein þéttbýlasta álfa
jarðar, hafi leyst sín innri mál og smám saman
brotið niður sína innbyrðis múra með
nýlendustefnunni, beint í kjölfar landafundanna, sem
gekk þó ekki þrautalaust og kostaði er upp var
staðið tvær heimsstyrjaldir og uppskiptingu allrar
jarðar í áhrifasvæði. Þessi miklu áhrifasvæði, flest
undir hæli Vesturlanda, áttu sinn stóra þátt í
innbyrðis velferð og niðurbroti hinna innri múra,
m.ö.o. múrarnir voru færðir út og lágu nú fyrst og
fremst milli hins tæknilega þróaða heims og hinna
vanþróaðri heima. Sannarlega skyldi þá ekki gleymast
hlutur iðnbyltingarinnar í kjölfar
nýlendustefnunnar, og þá ekki á Vesturlöndum einum
heldur iðnvæðingin sem af leiddi í sumum héruðum
nýlendanna og hjálendanna jafnframt, sem kom okkur
þó ekki síst til góða er ódýrar nýlenduvörur tóku að
streyma til okkar, leiðina til baka.
Á gullöld vestrænna velferðarsamfélaga, sem svo er
nú farið að kalla (nú sem ýmsar blikur eru á lofti),
og fellur í grófustu dráttum saman við
kaldastríðsárin, svo kaldhæðnislega sem það annars
hljómar,11
þá stefndi í talsverðan jöfnuð tækifæranna víðast
hvar á Vesturlöndum, hvort sem væri á sviði
menntamála, heilbrigðismála eða atvinnumála, án þess
að verulegs ójafnvægis gætti í fjármálum hins
opinbera eða í almennri atvinnuþátttöku. Að því var
hins vegar lítt hugað hverjar væru rætur
velferðarinnar, með hvaða hætti það gæti gerst að æ
færri störfuðu að beinni framleiðslu en þeim mun
fleiri að margvíslegri þjónustu og sífellt
sérhæfðari upplýsingu – hverjar væru rætur ódýrrar
orku, rætur ódýrra hráefna, rætur afar ódýrs
neysluvarnings sem streymt hefur inn á allan hinn
vestræna markað, að ógleymdum rótum erlends
vinnuafls. Ljóst má þó vera að rótanna er ekki
einungis að leita í tækniframförum heldur ekki síður
í afar lágu og lítt sem ekkert skattlögðu
vinnuafls- og afurðaverði hinna vanþróaðri heima.
Olíufundirnir miklu í Arabíu um miðbik seinustu
aldar orkuðu fyrstu áratugina á eftir eins og
vítamínsprauta fyrir allt efnahagslíf heims og þó
vissulega fyrst og fremst á Vesturlöndum. Það var
því sannarlega áfall fyrir neysluríkin þegar samtök
olíuútflutningsríkja, sem langflest teljast með
þróunarlöndum, knúðu fram olíuverðshækkanir á
áttunda áratugnum, sem neysluríkjunum lærðist þó að
bregðast við með nýtni og hagræðingu jafnframt því
þó að hækkanirnar urðu þeim enn frekari hvatning til
að beita viðskiptaþvingunum eða sundrandi
hernaðarógn, svo sem berast hefur komið í ljós nú á
allra seinustu tímum Persaflóadeilna og enn hækkandi
olíuverðs – eða eins og Alan Greenspan, fyrrum
seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hnykkir á í
æviminningum sínum er út komu s.l. haust, að hversu
pólitískt bagalegt það annars sé, þá megi öllum
ljóst vera að Íraksstríðið snúist fyrst og fremst um
olíu: „I am saddened that it is politically
inconvenient to acknowledge what everyone knows: the
Iraq war is largely about oil.” 12
Fáir Vesturlandabúa hafa þó áttað sig á að
olíuverðshækkanirnar hafa einungis verið krókur á
móti bragði – að sjálfir höfum við, í krafti okkar
miklu menningarlegu samstöðu, ekki síst í krafti
verkalýðsbaráttu, baráttu fyrir bættum
samfélagslegum kjörum og stóraukinni almennri
menntun, einmitt lagt afar háa skatta á alla
framleiðslu og þjónustu (þá meðal annars á vöru og
þjónustu til handa hinum vanþróuðu) – reyndar ekki
með sköttum eða gjöldum á auðlindir líkt og
olíuríkin heldur fyrst og fremst með hinum háu
tekju- og neyslusköttum vinnuafls – en á hinn bóginn
krafist lágrar verðlagningar og skattleysis af hálfu
þróunarríkjanna í samsvarandi skiptum á vöru og
þjónustu.
Ef ekki hefði komið til samstaða á meðal
olíuútflutningsríkja, fyrst og fremst byggð á gömlum
merg menningarlegrar samheldni múslima, svo sem áður
er á minnst, er ólíklegt að þeim hefði tekist að
knýja fram hækkanir á olíuverði á sínum tíma, í
krafti yfirráða sinna yfir um þremur fjórðu hlutum
olíulinda heims, þar af flestra hinna auðunnustu, og
ráðandi hátt í helmingi heimsframleiðslunnar – og ef
að líkum lætur ráðandi áður en langt um líður enn
stærri hluta með tilliti til þess hve olíulindir
vestrænna ríkja, ekki síst Bandaríkjanna, fara
þverrandi.13
Náttúruauðlindir heims eru annars flestar dreifðari
um alla jörð og erfitt um vik fyrir vanþróuð ríki,
sem mörg hver eru trúarlega sem menningarlega
sundruð innbyrðis, á sinn hátt líkt og Evrópa var
fyrrum, að knýja fram hækkanir á samsvarandi máta og
olíuríkin hafa gert. Og því miður er hin
menningarlega óeining þessara ríkja oftar en ekki af
völdum hinnar gömlu nýlendustefnu Evrópumanna sem
gekk oftast út á að brjóta niður samtakamátt og
viðnámsþrek þeirra, jafnt innbyrðis sem ríkjanna sín
á milli – og sundrungunni svo verið haldið við á
margvíslegan máta með auðmýkjandi skilyrðum af hálfu
Vesturlanda í öllu viðskiptaferli, sem þau svo
hnykkja á með hernaðarógn sé ekki fallist á
skilmálana.
Heimskringla viðskiptanna
Hversu drjúgan þátt hernaðarógnin hefur annars átt í
þróun heimsviðskipta þá hefur forskot Vesturlanda
ekki síst mótast af almennri iðnvæðingu og
innflutningi afar ódýrs nýlenduvarnings, svo og ekki
síst af hagnýtingu ágóðans til enn frekari
uppbyggingar menntunar og almennrar velferðar
heimafyrir, sem hefur verið grundvallarforsenda þess
að byggja mætti upp virkt lýðræði – heimafyrir.
Framfarir í heilbrigðismálum hafa sannarlega haldist
í hendur við þetta afar margslungna ferli, og
jafnvel átt drýgsta þáttinn í þeirri almennu
velferðartryggingu er komið hefur í stað hinnar
gömlu inngrónu afkomutryggingar þegnanna,
barneigna, með þeim afleiðingum að verulega hefur
dregið úr fólksfjölgun á meðal Vesturlandabúa.
Sífelld fækkun barneigna hefur síðan átt sinn drjúga
þátt í auknum hagvexti fjölskyldna og möguleikum
kvenna til vinnu utan heimilis, jafnvel ekki ódrýgri
þátt en hin sífellt ódýrari heimilistæki.
Þessu er öfugt farið meðal margra þróunarlanda sem
hafa einungis notið lágmarks heilbrigðisþjónustu,
gjarnan í formi þróunaraðstoðar Vesturlanda, en þá
oft einungis að því marki að dregið hefur úr
barnadauða án þess þó að nein almenn afkomutrygging
í formi tækniframfara, menntunar, almannatrygginga,
kæmi til jafnframt og leysti af hólmi hvata alls
fjöldans til að tryggja sig með barneignum.
Vanþróuðustu löndin, svo sem í Afríku mörg hver og
sum hver í Rómönsku Ameríku og Asíu, eru því föst í
vítahring örrar fólksfjölgunar án þess að hafa tök á
því að hamla gegn henni með almennri menntun og þar
með tækniframförum er leitt gæti af sér almenna
velferð og þar með afkomutryggingu er kæmi í stað
hvatans til barneigna og þar með offjölgunar.
Þannig skerpast enn andstæðurnar gömlu og lífseigu,
fátækt og ríkidæmi, hvað sem líður hornsteinum
lýðræðisins – upplýsingu og jafnræði allra manna til
tækifæra. Vesturlandabúar hafa lokað augum fyrir því
að velferð þeirra er alls ekki sjálfbær heldur
þrífst ekki síður á stöðugu innstreymi að utan inn í
margslungin kerfin. Þannig á velferð okkar meðal
annars rætur að rekja til fáfræði og gríðarlegs
stéttarmunar í þróunarlöndunum. Kröftum stórs hluta
jarðarbúa er eytt í framleiðslu hrávöru, hluta og
véla okkur til handa, sem við svo hikum ekki við að
henda á haugana illa eða lítt nýttu, vegna þess hve
ímyndafræðin hefur náð tökum á okkur – ekki síst í
skjóli þess hve dýr og hátt skattlögð öll
viðhaldsþjónusta í velferðarríkjunum er orðin.
Vegna þess hve illa er farið með varninginn og hann
nýttur til skamms tíma, er vítahringurinn sífellt
til staðar – krafan um nýjan, ódýran varning unninn
úr lítt skattlögðum hráefnum, með lítt skattlagðri
orku og lítt skattlögðum vélum og afar ódýru
vinnuafli þróunarlandanna. Vítahringurinn lokast
síðan með því að drjúgur hluti hins litla virðisauka
þróunarlandanna fer til kaupa á ofurskattlagðri
sérfræðiþekkingu og hátækniþjónustu hinna þróaðri
ríkja.
Íhugum
afleiðingar
þess
á heimsvísu
að
við
tækjum
að
skattleggja
í meira
mæli
náttúrugæði,
orku
og
hráefni,
en
lækka
að
sama
skapi
tekju- og
neysluskatta.
Ekki
einungis
olía
heldur
einnig
kol
og
málmar,
timbur,
fiskur,
landbúnaðarafurðir,
jarðefni,
jarðvarmi,
vatnsorka
– flest
allt
er
heyrði
undir
slíka
frumvinnslu
myndi
þá
heldur
stíga
í verði.
Vart
yrði
þó
um
beinar
álögur
á landbúnaðarvörur
að
ræða
heldur
fyrst
og
fremst
afnám
eða
lækkun
framleiðslustyrkja,
en
á móti
kæmi,
á búvörusviði
sem
öðrum
sviðum,
að
úrvinnslukostnaður,
kostnaður
við
vinnuafl,
myndi
almennt
lækka
sem
svaraði
lækkun
tekju- og
neysluskatta.
En
almenn
verðhækkun
á orku
og
hráefnum,
samfara
afnámi
framleiðslustyrkja
í landbúnaði,
myndi
almennt
stuðla
að
hærra
heimsmarkaðsverði
og
þróunarlöndin
njóta
góðs
af
í hærri
einingaverðum
af
útflutningi
sínum,
sem
á hinn
bóginn
gerði
þeim
kleift
að
hækka
laun,
efla
framleiðslu
til
eigin
nota
og
sinna
samfélagslegum
verkefnum
– líkt
og
olíuríkin
hafa
einmitt
tekið
að
gera,
og
hafa
þau
þó
tæpast
haft
til
þess
meiri
tíma
en
að
talinn
verði
í áratugum
en
ekki
í heilu
öldunum,
svo
sem
sum
Vesturlanda
geta
státað
af.
Veruleg lækkun tekju- og neysluskatta – að óbreyttum
kaupmætti launa, þannig að heildarlaun lækkuðu
almennt sem svaraði til lækkunar launatengdra gjalda
og lækkunar virðisaukaskatts – myndi á hinn bóginn,
gagnstætt áhrifum af auðlindagjöldum, hafa áhrif til
stórfelldrar lækkunar á verði vöru og þjónustu, að
sjálfsögðu miðað við virkt, heilbrigt
samkeppnisumhverfi. En sér í lagi lækkun á verði
viðhaldsþjónustu myndi stuðla að bættri endingu
hluta, véla og tækja. Og með því að hlutirnir entust
lengur, þeim mun minna væri sóað af hráefnum og
orku, enda væri þá hvort tveggja dýrara vegna hærri
skattlagningar. Til langs tíma litið færu því
hlutfallslega færri handarverk til nýsmíði hlutanna
en hinu eldra og notaða væri á hinn bóginn betur
haldið við – m.ö.o. öll nýting myndi batna.
Framleiðslugeta heimsins nýttist þá því fremur þeim
þjóðum sem skemmra eru á veg komnar í nýtingu
tækninnar, samfara því að útflutt tækni- og
sérfræðiþekking gömlu iðnríkjanna til
þróunarlandanna – sem eru oft einn dýrasti
útgjaldaliður þeirra – myndi lækka í verði.
Áhrifin á heimsviðskipti yrðu víðtæk. Þróunarlönd
sem hafa byggt afkomu sína á útflutningi hrávöru og
lítt unnins varnings fengju hærri einingaverð, meiri
virðisauka, af hverri framleiðslueiningu – vegna
hækkandi auðlindagjalda – þannig að þó að drægi úr
eftirspurn neysluríkjanna eftir vöru þeirra færu
heildar-útflutningstekjur þeirra síst minnkandi.
Þessi hreini, vaxandi útflutningsarður nýttist þeim
meðal annars til kaupa á meiri sérfræðiþekkingu og
hátækniþjónustu en áður – vegna lækkandi launaskatta
á Vesturlöndum – en ekki síst til eflingar eigin
þekkingu, eigin sérfræði og hátækni, til arðbærari
verðmætasköpunar heimafyrir.
Þegar allt kæmi til alls myndi veruleg lækkun
tekjuog neysluskatta, og þá sér í lagi á
Vesturlöndum þar sem þessir skattar eru hæstir,
samfara almennri álagningu auðlindagjalda í
heiminum, leiða af sér bætta nýtingu, og þar af
leiðandi sparnað á fjölmörgum sviðum, og
heimsviðskipti myndu í meira mæli mótast af
raunverulegri þörf en ekki tilbúinni þörf, mótaðri
af ímyndafræðingum.
Heimsmarkaðir – heimsmarkaðsverð
Sala á flestri hrávöru víðast hvar um heim tekur mið
af heimsmarkaðsverði á einn eða annan veg. Geta ýmis
svæðisbundin áhrif og hagsmunatengsl viðskiptaaðila
þó skekkt verðmyndunina verulega. Það er samt ekki
endilega svo að söluvara fari inn á markaðsgólf, sem
er reyndar sjaldnast raunin í stórviðskiptum, en
viðskipti fara þá gjarnan fram í ljósi lýsingar á
ástandi vöru, vinnslustigi og magni, að teknu
tilliti til þátta er varða flutning, afhendingu
o.fl.. Þá er það ekki síður svo að kaupandi og
seljandi semji sín á milli án aðkomu markaða, en þá
yfirleitt að hafðri einhvers konar hliðsjón af
almennu markaðsverði. Í viðskiptum skyldra aðila
getur verð þó vikið verulega frá raunhæfu
markaðsverði, enda blandast þá oft viðskipti með
alls óskyldan varning eða þjónustu inn í kaupin,
stundum í því skyni að dylja hið opinbera eða aðra
aðila um eiginlegt eðli kaupanna.
Frumvinnsla auðlinda er og iðulega á sömu hendi og
úrvinnsla þeirra, þannig að erfiðleikum getur verið
bundið að greina á milli hver sé hlutur hinna ýmsu
vinnslustiga í verðmætasköpuninni. Afkomu greina,
hagnaði eða tapi, er þá gjarnan hliðrað til, frá
einu vinnslustigi til annars, eftir árferði,
markaðshorfum eða pólitískum væntingum. Því
vanþróaðri sem ríki eru, hvort sem er í hefðbundnum,
stjórnarfarslegum skilningi eða beinlínis að ríki sé
ofurselt hagsmunum framleiðenda eða kaupenda
afurðanna, nema hvort tveggja sé, þeim mun erfiðara
veitist hinu opinbera að leggja raunhæft mat á
eiginlega afkomu framleiðslugreina. Það getur því
reynst torsótt að skattleggja hagnað af
hráefnisvinnslu einni og sér, líkt og þegar olíuríki
taka til sín hluta arðs af vinnslu sinni, og það
reyndar afar stóra sneið af köku. En þá er líka um
ríki að ræða sem í krafti stjórnarfarslegs styrks og
sterkrar samstöðu ná markmiðum sínum með sértækri
skattheimtulöggjöf um afar þröngt og afmarkað
framleiðslusvið.
Fæst ríki hafa tök á að beita slíkum verkfærum, hvað
þá að búi yfir slíkum samtakamætti sem
olíuútflutningsríkin innan vébanda OPEC, og hafa sum
þeirra þó mátt sjá sæng sína útbreidda. Því að
hernaðarógnin vofir sífellt yfir taki þróunarríki
eitt feilspor, fari yfir strikið.
Skattheimta olíuríkja snýr fyrst og fremst að
hagnaði olíuframleiðenda, í grófustu dráttum eftir
svipuðum meginreglum og víðast hvar eru viðhafðar um
skattlagningu fyrirtækja. Stóri munurinn er þó sá
hve álagningarhlutfallið er miklu hærra en flestur
annar rekstur býr við, enda vegur
olíuvinnslukostnaður oftast lítið af markaðsvirði
afurðanna. Heimsmarkaðsverðið helgast á hinn bóginn
af framboði olíuvara, sem ákvarðast ekki síst af
samþykktum OPECríkjanna á hverjum tíma, og hins
vegar af eftirspurn olíuneysluríkja.
Neysluríkin heimta síðan sína skatta af sömu vöru en
á afar frábrugðinn og eilítið gamaldags máta. Þá er
vissulega ekki til að dreifa neinskonar sértækri
löggjöf um skatt á hagnað olíuinnflutningsfyrirtækja
heldur snýst innheimtan fyrst og fremst um mikla
tollheimtu og álagningu sérstakra vörugjalda.
Á hinn bóginn eru fjölmörg ríki dæmd til að sjá
jarðarbúum fyrir mergð hráefna án þess að hafa nein
tök á að taka til sín teljandi sneið af kökunni,
vegna þess hve flestar auðlindir jarðar eru dreifðar
og stjórnarfar jafnt sem markaðir í hinum ýmsu
löndum oft veikburða. Hagnaður af margvíslegri
vinnslu rennur þá einfaldlega úr landi – til
neysluríkjanna, þar sem hagnaðarins er ýmist notið
beint í lágu vöruverði eða óbeint með álagningu
tolla eða vörugjalda sem þá renna til ýmissa
samfélagslegra verkefna, neytendum til hagsbóta.
Sé
alvara
á bak
við
hinar
ýmsu
grundvallarsetningar
neysluveldanna
um
frjálsa
verslun
og
frjáls
milliríkjaviðskipti,
sem
ekki
síst
skyldu
kristallast
í heilbrigðri
samkeppni
undir
kjörorðum
lögmáls
um
framboð
og
eftirspurn,
þá
hlýtur
efling
heimsmarkaða
að
vera
ofarlega
á blaði,
þannig
að
ríkjum
sé
gert
sem
auðveldast
fyrir
og
raunverulega
mögulegt
að
leggja
gjöld
á eigin
framleiðslu.
En
fjölmörg
hinna
vanþróaðri
ríkja
hafa
lítil
sem
engin
tök
á að
leggja
gjöld
á bókhaldslegan
hagnað
fyrirtækja,
ýmist
vegna
þess
hve
stjórnarfar
er
veikburða
og
stjórnvöld
jafnvel
undir
hæli
stórfyrirtækja
eða
á hinn
bóginn
að
eiginlegur
hagnaður
kemur
fyrst
og
fremst
fram
í viðskiptum
með
framleiðsluna
eftir
að
hún
er
farin
úr
landi.
Einungis það eitt hve almannaskráning og skráning
fyrirtækja er víða gloppótt og ófullkomin á meðal
þróunarríkja gerir þeim erfitt fyrir með rekstur
skattkerfa er taka mið af almennri neyslu, tekjum
almennings og hagnaði fyrirtækja, líkt og gengur og
gerist í þróaðri löndum, fyrir utan það hve sjaldan
er af miklu að taka á meðal þorra almennings eða
smærri fyrirtækja. Auðlindagjöld myndu á hinn bóginn
beinast að tiltölulega fáum en oft stórum aðilum sem
iðulega mynda þó kjarna efnahagslífs landanna.
Þeim mun ríkari skylda sem hráefnisframleiðendum
væri lögð á herðar með að selja vöru sína á
viðurkenndum, opnum mörkuðum, jafnframt því að sem
skýrastar línur væru dregnar milli frumvinnslu og
úrvinnslu, því frekar ættu hin ýmsu lönd, þróuð sem
vanþróaðri, möguleika á að styðjast við traustar
markaðsupplýsingar við ákvörðun gjalda af
framleiðslunni. Stjórnvöld í hverju landi fyrir sig
vottuðu þá markaði sem þau treystu, innanlands sem
utan, til að hafa milligöngu um gjaldtöku af
hrávöruvinnslu síns eigin lands. Gjaldtaka af
framleiðslunni væri þannig fyrst og fremst háð
ákvörðun stjórnvalda í framleiðslulandinu – en þá
því síður stjórnvaldsákvörðunum neysluríkis, væri
það annað, sem er þó oftar en ekki raunin.
Hugsa má sér að álagning væri að öllu jöfnu í
hlutfalli við hreint orku- eða hrávöruverð – þ.e.
söluverð fyrir álagningu annarra hugsanlegra gjalda
og skatta og að teknu tilliti til umsýslugjalda
markaðar, flutningskostnaðar o.fl. – eða á hinn
bóginn að gjaldið tæki mið af magni, þ.e. þyngd eða
rúmtaki vöru eða orkueiningum t.d. kola, raforku eða
jarðvarma, allt eftir eðli vöru og eðli álagningar,
samkvæmt því sem stjórnvöld í framleiðslulandinu
ákvörðuðu.
Beinast liggur við að sjálf neysluríkin hefðu
frumkvæði að gjaldtöku af eigin orku- og
hrávöruframleiðslu. Í stað auðmýkjandi styrkja og
fjármagns-fyrirgreiðslu Vesturlanda til handa
þróunarlöndunum gætu fyrrnefndu ríkin snúið
þróuninni við með því einu að hækka auðlindagjöld
heimafyrir en lækka jafnframt tekju- og neysluskatta.
Af því leiddi að draga myndi úr óbeinni skattheimtu
af framleiðslu annarra þjóða, hvort sem birst hefur
í háum tekjusköttum af vinnu við sölu og umsýslu
varnings, sköttum af neysluverði varningsins eða í
álagningu tolla og vörugjalda. Eðlilegar
undantekningar væru þó vörur á borð við olíu, áfengi
og tóbak, sem sannarlega hafa í för með sér mikinn
samfélagslegan kostnað sem rökrétt er að neysluríki
mæti með álagningu eigin gjalda.
Slíkt eigið frumkvæði auðugustu ríkja heims myndi
skapa hinum fátækari ríkjum fordæmi er gjörbreytt
gæti möguleikum þeirra til tekjuöflunar. Fyrir
hvatningu og atbeina ríkisstjórna, þjóðþinga sem
alþjóðaþinga og hinna ýmsu alþjóðlegu stofnana,14
væri beinlínis stuðlað að hækkandi heimsmarkaðsverði
á
hinum ýmsu sviðum orku- og hráefnabúskapar þannig að
þróunarríkin nytu góðs af í auknum skatttekjum,
auðlindagjöldum, sem m.a. nýttust þeim til að efla
samgöngur, menntun og almenna verkþekkingu, sem á
hinn bóginn skapar forsendur fyrir vexti eigin
úrvinnslugreina og almennt forsendur fyrir því að
ríki nái styrkari stjórn á eigin málum.
Á vogarskálum náttúrgæða og neyslu
Hvort sem járn á í hlut eða fiskur, kol eða
jarðvarmi, timbur, jarðgas eða vatnsorka,
jarðvegsnám eða land sem numið er til ræktunar, þá
má eftir hinum ýmsu mismunandi skattheimtuleiðum
stýra ásókn í afnot af hinum ýmsu náttúrugæðum og
þar með í rauninni auka verðgildi þeirra, til
hagsbóta fyrir almenning. Þeim mun frekar sem
viðskipti fara fram á frjálsum, viðurkenndum
mörkuðum og afurðaverð eru eftir því ljósari, því
gegnsærri getur gjaldtaka verið, hvort sem hreint
afurðaverð er lagt til grundvallar eða hreinn
hagnaður framleiðenda, þó að ávallt hljóti hvort
tveggja að hafa sín áhrif við ákvörðun gjalda.
Svo dæmi sé tekið af fiskveiðum þá má binda aðgang
að miðum því skilyrði að afli sé seldur á
viðurkenndum mörkuðum þannig að ekki fari milli mála
að greitt sé fyrir aflann hæsta fáanlegt verð á
hverjum tíma. Sókn má síðan stýra með álagningu
veiðigjalds sem væri ákvarðað á hverjum tíma eftir
tegundum og stærðarflokkum, allt eftir því hvað
þætti æskilegt að veiddist af hverri fisktegund, með
tilliti til stærðar eða aldurssamsetningar. Eðli
málsins samkvæmt væri gjaldið aldrei hærra en svo
til jafnaðar að sjávarútvegur hefði tök á að skila
hagnaði á við hvern annan sambærilegan rekstur.
Þegar almenn rekstrarskilyrði væru óhagstæð
útveginum, verð á aðföngum hátt eða afurðaverð lágt,
og greiðslugeta eftir því minni, þeim mun lægra væri
gjaldið fyrir aðganginn að miðunum. Að öðrum kosti
myndu allir tapa, útvegsmenn missa áhuga á
rekstrinum en fiskur í auknum mæli verða sjálfdauða.
En því meiri sem veiðisóknin væri, þeim mun hærra
væri gjaldið – eða því hærra eða lægra af einstökum
tegundum eða stærðarflokkum sem sóknin væri meiri
eða minni. Líkt og t.d. stýrivextir seðlabanka – og
vextir almennt – helgast af sókn í fjármagn.
Á samsvarandi máta má binda ýmis afnot landgæða, svo
sem vegna vatnsorkuöflunar, við auðlindagjald, líkt
og Norðmenn hafa gert. Þá er fremur litið til
hagnaðar af orkuvinnslunni eins og kemur fram í
ársreikningum framleiðenda en að afurðaverðið,
orkuverðið, sé lagt til grundvallar eitt og sér,
enda raforkumarkaðir kannski aðeins annars eðlis en
t.d. fiskmarkaðir.15
Hvaða álagningarleið er nákvæmlega valin hlýtur að
ráðast af fjölmörgu, svo sem af eðli
framleiðslunnar, eðli markaða, markaðsaðstæðum og
aðgangi að markaði, vinnslustigi og beinum og
óbeinum áhrifum af vinnslu á náttúruna, náttúrulegum
takmörkunum gæðanna, eignarhaldi og fleira. Þegar á
allt er litið hlýtur niðurstaðan að mótast af
pólitískum vilja, pólitískri getu, pólitísku
samkomulagi um réttmæti skattheimtunnar – hvort sem
sjálft andrúmsloftið á í hlut, olía eða fiskur,
jarðgas eða hveiti, maís eða rís, kopar, silfur, te,
kaffi, sykur, ál, súrál, báxít, sojabaunir, sojaolía
eða sojamjöl, kakó, timbur, járn, stál, zink,
nikkel, tin, baðmull, bygg, hafrar, gúmmí, blý, kol,
jarðvarmi, vatnsorka, grænmeti og ávextir, eða hvað
annað sem flokka má sem náttúrleg frumgæði. En það
eru einmitt þessi margvíslegu hráefni og orkugjafar
sem mynda stofninn að svo margháttuðu úrvinnsluferli
um alla jörð – ferli sem birtist í flestum athöfnum
og viðskiptum manna, framleiðslu jafnt sem þjónustu
af óendanlega fjölbreyttum toga. Því er það, að
gjald sem greitt er á frumstigi, greiðist ávallt að
lokum af neytendum, burtséð frá því hversu einfalt
eða flókið ferli hefur annars mótað neysluvöruna eða
gert vöruafnot kleif.
Heimsmarkaðsverð hefur farið hækkandi á flestum
sviðum að undanförnu, sérstaklega verð á olíu og
málmum, en einnig hafa hin ýmsu afurðaverð
landbúnaðar farið mjög stígandi. Skýringa er helst
að leita í aukinni eftirspurn eftir orku og hráefnum
í Asíu, ekki síst í Kína, og vaxandi eftirspurn á
Vesturlöndum eftir landbúnaðarafurðum til vinnslu á
lífefnaeldsneyti, ekki síst í Bandaríkjunum.16
Heldur hallar því nú um stundir á Vesturlandabúa á
hinum ýmsu vogarskálum þó að sannarlega vegi hin
ýmsu daglaun enn þungt mót hinum léttvægari
hrávörutonnum.
Hækkandi verð á ýmsum landbúnaðarafurðum hefur
annars ekki síst komið illa niður á mörgum íbúum
þróunarlandanna, enda skila hækkanirnar sér oft illa
til frumframleiðenda, eða á hinn bóginn að neytendur
í þróunarlöndunum hafa ekki bolmagn til að gjalda
sama verð og t.d. spákaupmenn eða framleiðendur
lífefnaeldsneytis. Þá er óvíst að ríkissjóðir
landanna, fyrir hönd almennings, hafi umtalsverðan
hag af hækkununum, hvort sem landbúnaðarvörur eða
málmar eða aðrar hrávörur eiga í hlut, svo vanmegnug
sem skattheimta þróunarlandanna oft er, enda rennur
gjarnan drýgstur hluti hagnaðarins til
stórframleiðenda sem oft og einatt eru nátengdir
úrvinnslu og vörudreifingu víða um heim þar sem
skattheimta af neyslu, vinnslu, sölu og hagnaði er
mun skilvirkari.
Margt þarf því að haldast í hendur ef hækkandi verð
á hráefnum á að skila sér í aukinni hagsæld
framleiðslulandanna. Álagning auðlindagjalda þarf að
fara fram með sem jöfnustum stíganda víðast hvar um
heim, þó ekki hraðari en svo að fyrirtækjum gefist
færi á að laga sig að breytingum og að sem minnst
misvægi skapist milli landa. Þá þarf að tryggja að
þróunarríkin verji auðlindatekjum sínum til
styrkingar innviðum landanna, til bættra samgangna
og upplýsingaþjónustu, bættrar menntunar og
verkþekkingar, bættrar heilbrigðisþjónustu –
jafnframt því að þau stuðli að öflugum, opnum
mörkuðum, sem varðir séu fyrir spá-kaupmennsku –
þannig að fyrirtæki, innlend sem erlend, sjái sér
raunverulegan hag í að byggja upp þróaðri vinnslu og
vörudreifingu innan landanna sjálfra fremur en að
þau byggi á útflutningi til gömlu neysluveldanna
fyrst og fremst.
Hinar ýmsu landbúnaðarafurðir annars og þriðja heims
landanna hljóta þó að fá aukið vægi í útflutningi
samfara því að velferðarríkin lækki verndartolla
sína gagnvart þeim og dragi úr niðurgreiðslum eigin
afurða.17
Stærstu lönd jarðar eru flest rík að náttúrugæðum,
einfaldlega vegna þess hve þau ná yfir víðfeðm svæði
og náttúra þeirra er þar af leiðandi yfirleitt
fjölbreytt. Auðlindum er hins vegar þeim mun meira
misskipt sem lönd eru minni, allt eftir því hvernig
náttúrufari þeirra er háttað. Þannig má Ísland
kallast ríkt af auðlindum, með öll sín gjöfulu
fiskimið, miklu vatnsorku og jarðhita, og má landið
í raun kallast ágætlega sett með ræktarlönd og
bithaga, a.m.k. miðað við íbúafjölda, á meðan
Danmörk má kallast fremur fátæk að flestum
náttúrugæðum nema frjósömu landi, svo sem áður er á
minnst, auk þess sem landið er minna og mun
þéttbýlla en Ísland og því minna til skiptanna af
gæðunum.
Íslendingar eiga því hægt um vik með að sýna
verulegt frumkvæði að breyttum áherslum skattheimtu,
með umtalsverðri lækkun tekju- og neysluskatta
mannauðs en því meiri hækkun gjalda af auðlindum
sínum, á meðan Danir eru bundnir í flesta skó í
slíkum efnum. Svo vill þó til að Danmörk heyrir til
einni af stærstu efnahagsheildum jarðar,
Evrópusambandinu, þar sem margvíslegrar tilfærslur
hafa tíðkast milli aðildarríkjanna frá upphafi. Og
þá því fremur sem landamæri ríkjanna munu opnast
meir, þeim mun heildrænni sjónarmið munu ráða
skattheimtu jafnt sem útdeilingu skatttekna að vænta
má, ekki síst í ljósi þess hve augu manna eru að
opnast fyrir því hve víðtæk, hnattræn áhrif geta
leitt af einstökum og jafnvel mjög svæðisbundnum
athöfnum manna.
Ef ekki á illa að fara, hljóta ríki heims að móta
með sér sameiginlega stefnu um auðlindanýtingu
jarðar. Takist þeim það, jafnt á alþjóðaþingum sem á
þjóðþingum sem á hinum ýmsu þingum bandalagsþjóða,
þá er varla ástæða til að óttast að Danir muni liggi
í því fremur en aðrar þjóðir, stærri eða minni, sem
búa að frekar fábrotnum náttúrugæðum en þeim mun
meiri færni til að hanna og vinna úr jarðargróðanum
fullmótaðar vörur og eiga viðskipti með þær.
Ísland og umheimurinn
Heildartekjur ríkis og sveitarfélaga á Íslandi voru
nálægt 500 milljörðum króna árið 2006, sem skagar
hátt upp í helming af vergum þjóðartekjum en nemur
heldur lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu.
Þar af námu tekjutengdir skattar og gjöld hartnær
2/5 hlutum – þ.e. tryggingagjöld og almennur
tekjuskattur, sem einnig felur í sér útsvar. Sé
fjármagnstekjuskattur jafnframt reiknaður með, ásamt
skatti af hagnaði fyrirtækja (sem strangt til tekið
má líta á sem hluta af tekjuskatti eigenda), er
nærri því um helming af öllum tekjum hins opinbera
að ræða.18
Almennir neysluskattar, sem kalla má óbeina
tekjuskatta á neytendur, vógu vel rúman fjórðung af
öllum tekjum hins opinbera sama ár, 2006, þar af
skilaði virðisaukaskattur nærri 120 milljörðum króna
og almenn vörugjöld hátt í 20 milljörðum. Þetta
hlutfall liggur nú trúlega sem næst fjórðungi eftir
lækkun virðisaukaskatts af matvælum o.fl. í fyrra.
(Sértæk skattheimta, svo sem af ökutækjum og
olíuvörum, er ekki talin hér með, enda um að ræða
gjöld að mestu afleidd af notkun varningsins, að
langmestu leyti vegna samgöngumála.)
Af þessu má sjá hve hin ýmsu launatengdu gjöld og
neysluskattar vega þungt í afkomu hins opinbera –
eða samanlagt á bilinu 2/3 til 3/4 af heild, eftir
því hvort, eða að hve miklu leyti, skyldi telja með
skatt á fjármagnstekjur og á hagnað af rekstri. En
sé miðað við efri mörkin, 3/4, þá er um að ræða
áþekkt hlutfall og gildir um skatttekjur
olíuauðugustu ríkja af auðlindum sínum mót öðrum
tekjum, sem mest megnis felast í tollum og
leyfisgjöldum og arði hins opinbera af
fjárfestingum, en tekju- og neysluskattar á almenning
koma þar vart við sögu og álögur á innlendan rekstur
vega sáralítið. (Um skatttekjur olíuauðugasta
ríkisins, sjá neðanmálsgr. nr. 10)
Hvað varðar réttmæti þess að leggja hlutfallslega
mjög háa skatta á auðlindir, langt umfram útgjöld
hins opinbera vegna nýtingar sömu auðlinda, þá
liggur svar Norðmanna nokkuð ljóst fyrir hvað varðar
olíuútveg þeirra:
Mynd 1. Nokkrar lykiltölur varðandi norskan
olíuútveg árið 2006 19
Á mynd 1 má sjá að olíuútvegur myndar um fjórðung af
landsframleiðslu Norðmanna en skilar jafnframt góðum
þriðjungi heildartekna ríkissjóðs, þrátt fyrir að
hreinn stofnkostnaður og rekstrarkostnaður
olíuvinnslu í Norðursjó og almennt á höfum úti sé
talsvert meiri en yfirleitt er raunin í hinum
olíuauðugu ríkjum við Persaflóa.
Í ljósi þess hve OPEC, samtök olíuútflutningsríkja,
hafa haft mikil áhrif á heimsmarkaðsverð olíu, í
krafti stærðar sinnar í olíuviðskiptum, reyndar
óbeint og einvörðungu með takmörkunum á eigin
olíuvinnslu, þá er athyglisvert hve hin minni
olíuríki, eins og Noregur og Bretland, hafa notið
góðs af – en ein og sér hefðu þau sáralitlu getað
ráðið um heimsmarksverð á olíu, ekki frekar en að
Íslendingar einir á báti hefðu tök á að stýra
framboði á fiski í heiminum, og þar með
heimsmarkaðsverði, nema á afar takmörkuðum sviðum.
Ef framleiðslutakmarkanir hefðu nær engar verið í
heiminum, hvorki af hálfu OPEC, Norðmanna né
annarra, þá hefði heimsmarkaðsverð olíu haldist lágt
samfara óheftu framboði, svo lengi sem einhverja
auðunna olíu væri að fá. Hreinn ábati olíuríkjanna
væri þá lítill sem enginn og margur almúginn jafnvel
enn á eyðimerkurgöngu en ekki á leið til bættra
lífskjara. Olíuneysluríki heims hefðu í raun haft
sáralítinn hag af, ef nokkurn, enda hefði hagnaðinum
verið eytt jafnóðum með þeim mun orkufrekari vinnslu
og eyðslufrekari vélum en við þekkjum þó nú, en
mengunin væri eftir því meiri, súrari og svartari.
Þjóðir heims stæðu jafnframt frammi fyrir hreinni
olíuþurrð, auk þess sem gróðurhúsaáhrif vofðu yfir
miklum mun geigvænlegri, og eru þó ei litlar blikur
á lofti.
Reyndar alls burtséð frá gróðurhúsaáhrifum
fyrirfinnast vart þau náttúrugæði sem ekki eru hinum
ýmsu takmörkunum háð, ef ekki af hættu á að þau
gangi til þurrðar á næstu áratugum eða öldum, þá
ekki síður í ljósi umhverfisspjallanna sem leiða af
óheftri nýtingu gæðanna. Áhrifin af iðnvæðingu
jarðarbúa hafa enda verið því meiri sem þau hafa
tekið skemmri tíma – tíma sem nánast mætti kalla
örtíma á dagatali búsetu hér á jörð. Á örskömmum
tíma hefur verið gengið svo nærri mörgum auðlindum
jarðar, að ekki bara á náttúrufegurðin undir högg að
sækja heldur sumar rætur menningar margra þjóða
heims – ræktarland og bithagar, veiðilendur,
skóglendi, fiskimið, tjarnir, vötn, ár og lækir,
ferskvatn, vatnsorka, jarðvegur, málmar, steinefni,
sölt, kol, olía, jarðgas og jafnvel jarðvarmi – þó
sannarlega í mismiklum mæli sé.
Er þó ekkert lögmál hér í heimi sem mælir gegn því
að takmarka afnot náttúrugæða með gjaldtöku,
gjaldheimtu, skattheimtu – með tilliti til
hámarksafraksturs og langtímanýtingar, á mælikvarða
langtímabúsetu á jörð. Ekki frekar en að stjórnvöld
í hinum ýmsu ríkjum geti talið sig vera knúin áfram
af einhvers konar skattheimtulögmálum, hvað þá
mannréttindalögmálum, er þau leggja álögur sínar á
mannauðinn, vinnuaflið, fyrst og fremst. Eða hvers
mættu sín þá sjálf náttúrulögmálin – hvers skyldu
þau þá gjalda ef þau tækju yfir öll völd og manna
ráð?
______________________________ í mars 2008
Tilvísanir
-
Hannes H. Gissurarson 2007; Stefán Ólafsson
2007
-
Indriði H. Þorláksson 2007
-
Um sovéskt skattkerfi, sjá m.a. Holzman, F.
D. 1955, t.d. kaflann „Choice among Sources
of Finance“ bls. 230
-
Um skattapólitík Loðvíks 14, eða öllu heldur
pólitík Colberts, hans helsta ráðgjafa, sjá
m.a. Wikipedia, The Free Encyclopedia: Louis
XIV of France,
http://en.wikipedia.org/wiki/Louis_XIV_of_France
-
Lúkas guðspjallamaður, 12:32
-
Adam Smith 1759,
grein I.I.1
-
Indriði H. Þorláksson 2007, bls 23
-
Hannes H. Gissurarson 2007, neðanmálsgr. nr.
4, bls 141
-
Sjá t.d. Wikipedia, The Free Encyclopedia:
One Child Policy,
http://en.wikipedia.org/wiki/One-child_policy
-
Sjá t.d. Encyclopædia Britannica, Online:
Saudi Arabia > Economy > Labour and
Taxation. „Roughly threefourths of
government revenues are derived from the
proceeds of oil exports. Remaining revenues
are raised through tariffs, licensing fees,
and the proceeds of government investments.
Foreign companies are required to pay an
income tax, but exemptions are often
granted. Saudi citizens are required to pay
the zakat, an obligatory tax on Muslims that
is used to help the less fortunate in
society.“ –
Zakat,
sem leggst einungis á hátekjur, nemur um
2,5% í SaudiArabíu. SaudiArabía er eina ríki
múslima sem gerir
zakat
að lögformlegri skattskyldu, en samkvæmt
Kóraninum gildir annars almennt í múslimskum
löndum að auðmenn láti fé af hendi rakna til
stuðnings fátækum
-
Eric Hobsbawm 1994/1999, sjá m.a. 2. hluta,
bls 238:
Gullöldin
-
Sunday Times, netútgáfa – TimesOnline 2007
-
OPEC Annual Statistical Bulletin 2006
-
Auk almennra samtaka á borð við Sameinuðu
þjóðirnar (UN) mætti nefna Efnahagsog
framfarastofnunina (OECD),
Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO),
Alþjóðabankann og Alþjóðaframfarastofnunina
(IBRD & IDA), Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
(IMF), Matvælaog landbúnaðarstofnun SÞ
(FAO), Alþjóðlega tollasamvinnuráðið (WCO)
og Endurreisnarog þróunarbanka Evrópu (EBRD)
-
Skýrsla auðlindanefndar 1999. Sjá m.a. grein
Þorkels Helgasonar, Skattlagning
orkufyrirtækja í Noregi, og grein Tryggva
Felixsonar, Umhverfisgjöld og
umhverfisskattar
-
World Development Report 2008: Agriculture
for Development. Sjá t.d. Focus B: Biofuels:
the promise and the risks, bls. 70
-
World Development Report 2008: Agriculture
for Development. Sjá m.a. 4. kafla:
Reforming trade, price, and subsidy
policies, bls. 96
-
Fjármálaráðuneytið, Hagtölur. Almennt
yfirlit yfir tekjur og gjöld hins opinbera –
ríkis og sveitarfélaga – er að finna undir
liðnum Þjóðhagsreikningauppgjör,
http://www.fjarmalaraduneyti.is/hagtolur/nr/619.
Almennt um skatta á Íslandi, sjá m.a.:
Indriði H. Þorláksson 2007, Hannes H.
Gissurarson 2007, Stefán Ólafsson 2007
-
FACTS The Norwegian Petroleum Sector 2007. 1
kafli – The petroleum sector – Norway’s
largest industry. FACTS 2007 geymir annars
ítarlegt yfirlit yfir norska olíuiðnaðinn í
fjölmörgum köflum og greinum
Heimildir
Encyclopædia Britannica, Online: Saudi Arabia.
http://search.eb.com/eb/article-259144
FACTS The Norwegian Petroleum Sector 2007.
Útg. 2007, Norwegian Petroleum Directorate og
Ministry of Petroleum and Energy.
http://www.faktaheftet.no/en/Publications/Facts/Facts-2007/
Fjármálaráðuneytið,
Hagtölur,
http://www.fjarmalaraduneyti.is/hagtolur/
Hannes H. Gissurarson 2007. „Jöfnuður og sanngjörn
skattlagning,“
Stjórnmál og stjórnsýsla,
2. tbl. 3. árg.
Hobsbawm, Eric 1994/1999.
Öld öfganna. Saga heimsins á tuttugustu öld
[1914/1991],
Reykjavík 1999, Mál og menning.
Holzman, F. D. 1955. „Financing Soviet Economic
Development,“
Capital Formation and Economic Growth,
Princeton University Press, 5. hluti bls. 227288.
Greinin er til í heild sinni á veraldarvefnum:
http://www.nber.org/chapters/c1306.pdf
Indriði H. Þorláksson 2007. „Skattapólitík. Er
skattkerfið sanngjarnt og hvernig nýtast ívilnanir
þess?“
Stjórnmál og stjórnsýsla,
1. tbl. 3. árg.
Lúkas guðspjallamaður. „Lúkasarguðspjall,“
Biblían,
Reykjavík 1981, Hið íslenska biblíufélag.
OPEC Annual Statistical Bulletin 2006.
Útg. 2007, Organization of the Petroleum Exporting
Countries
http://www.opec.org/opec_web/en/publications/202.htm
Skýrsla Auðlindanefndar 1999.
Reykjavík 1999, Forsætisráðuneytið,
http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/19
Smith, Adam 1759. „The Theory of Moral Sentiments,“
endurpr. án ártals,
Library of Economics and Liberty,
http://www.econlib.org/library/Smith/smMS.html
Stefán Ólafsson 2007. „Skattastefna Íslendinga,“
Stjórnmál og stjórnsýsla,
2. tbl. 3.árg.
Sunday Times,
netútgáfa – TimesOnline 2007:
„Alan Greenspan claims Iraq war was really for oil,“
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/article2461214.ece
Wikipedia,
The Free Encyclopedia,
http://en.wikipedia.org/
World Development Report 2008: Agriculture for
Development. Washington 2007,
The International Bank for Reconstruction and
Development / The World Bank,
http://go.worldbank.org/LBJZD6HWZ0
Greinin Réttmæti
skattheimtu birtist fyrst í veftímariti stjórnsýslustofnunar
Háskóla Íslands,
Stjórnmál og stjórnsýsla, 1. tbl. 4. árg. 2008,
í flokknum Erindi og greinar.
|