ekki beinlínis...

Því er gjarnan fleygt að við notum einungis brot þess skilnings sem
hugurinn býr yfir. Blindir þroska með sér gáfu sem við búum öll yfir
en notum sjaldnast nema brotabrot af - þeir öðlast næmi í fingrum og
öllum líkamanum langt umfram venjulegan mann, taka bókstaflega að
sjá og skynja það sem öllum augum er hulið, samt trúa þeir og
treysta skilningarvitunum, að þeir skilji rétt.
Trú snýst um ystu mörk - mörk þess
sem við treystum. Ystu mörk skilnings kríunnar eru á
einu sviði langt umfram það sem nokkur maður hefur. Fyrir bragðið er
henni kleift að fljúga næstum pólanna á milli hvert vor og haust.
Hún treystir á skilningarvitin, samt ekki mikið meira á sjónina en
væri hún flugstjóri í Boeing 747.
Raunvísindi helga sér það svið
skilnings sem okkur er öllum nokkurn veginn sameiginlegt að geta
treyst á, líkt og kríukynið á sinn hátt treystir ratvísi sinni.
Innan ystu marka raunvísinda rúmast það veraldlega viðhorf sem mest
allt mannkyn er nokkurn veginn sammála um að sé eðlilegur
skilningur, sem öllum sé því nokkurn veginn óhætt að treysta.
Trú er á hinn bóginn skilningur
hvers einstaklings á heiminum, hverju hver og einn telur óhætt að
treysta. Einstaklingur sem treystir engu nema því sem fellur saman
við heim raunvísinda, getur því vel kallað sig raunvísindatrúar. Sá
sem trúir og treystir því einu að hann sé andi og að allt efni sé
blekking, gæti þá kallað sig alveg hreinræktaðan andatrúarmann.
Einstaklingar sem eiga sér sömu trú,
á sama sviði, eru sammála um þann skilning. Þeir eru þá sammála um
skilning t.d. á raunvísindasviði eða á sviði Islam-trúar, en kannski
ósammála um fjölmargt þar fyrir utan. Ósamkomulag stafar af því -
þrátt fyrir öll raunvísindi, þrátt fyrir öll trúarbrögð - að allur
sameiginlegur skilningur mannanna er mjög margræður, misvíður eða
misþröngur eftir því hvaða einstaklingar eiga í hlut.
Í hnotskurn er ekkert "gáfulegt eða
rétt" við skilning okkar. Hver og einn einfaldlega treystir
skilningarvitum sínum eða treystir ekki - svo langt sem trú hans
nær.
Hver og einn setur sér mörk - hverju hann vill trúa og hverju ekki.
Sá sem er raunvísindatrúar í strangasta skilningi - að allt í
heiminum lúti lögmálum vísindanna - hann setur mörkin þar, trúir sum
sé því að allt sem hann sér og allt sem honum er hulið falli innan
ramma vísindanna.
Engu að síður er möguleiki á að hann
trúi á líf eftir dauðann, en þá einungis á líf sem lúti sömu
náttúrulögmálum og hér. Að leiðin gegnum dauðann til annars lífs sé
þá einungis eitt af því sem vísindin eigi eftir að skýra.
Flestir hreinnar raunvísindatrúar
líta þó svo á að einstaklingurinn eigi sér ekkert líf eftir dauðann,
einungis skrokkurinn umbreytist í lifandi orma og frjóa mold - að
hugtakið sál sem sé heyri undir hindurvitni og hjátrú.
Nú deyr strangtrúaður
raunvísindamaður en er lífgaður úr dái. Í dauðanum upplifir hann það
sem hann kallar aðra vídd, eitthvað sem er ofvaxið hans skilningi og
vísindanna. Engu að síður er hann sannfærður um að hann hafi
upplifað raunveruleika.
Raunvísindamaðurinn hefur sem sé
fært út mörk trúar sinnar. Hann trúir áfram á vísindin en einungis
sem takmarkað svið innan stærri heildar sem lúti víðtækari lögmálum
en vísindin annars viðurkenna.
Trú hans er ekki lengur bundin við
vísindin ein - en þar með er ekki sagt að hann trúi öllu!
Hugmyndin með "Guð" er að ekkert sé afstætt, heldur
allt ein órofa heild.
Getum sem sagt litið á "Guð" sem hjálparhugtak yfir altækan
skilning.
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins
er hefðbundinn jarðlægur skilningur mannanna líkt og lítið
skilningstré sem hlítir sínum einkalögmálum, t.d. gamla Newton, óháð þeim
lögmálum sem kunna að ríkja í víðtækari skilningi.
Þægilegasta afstæðishyggja snýst þá
um að lifa í sínu litla skilningstré með sjálfum sér og sínum. Ötulustu afstæðissinnar kæra sig kóllótta um
annarra tré, annarra skilning, hvað þá þeir kærðu sig um altækan
"Guðs" skilning, stæði slíkt alltumfaðmandi tré þeim til boða að
hreiðra um sig í.
Trú, heimspeki og stjórnmál eru svo samofin að verða vart aðgreind –
eða eigum við segja að lífsskoðun sé eins og babúska, hvert hvelið
um annað: trúin heildarumgjörð um allan hugmyndaheiminn, þar inni í
heimspekin umgjörð um rökhugsunina, og loks stjórnmálin – stjórn
hugar eða samfélags – eggjarauðan sem gjörðir okkar vaxa af,
samkvæmt rökhugsuninni, samkvæmt trúnni.
Ysta hvelið – trúin – mótast af
undirvitund, ómeðvitaðri hugsun eða innsæi, sem við tökum iðulega
mark á án þess þó að geta sannað með einhlítum rökum fyrir sjálfum
okkur. Það sem samfélag er þó nokkurn veginn samdóma um að trúa – að
við sjáum, að við skynjum, að hlutir eru, að 1+1=2 o.sv.frv. - það
köllum við frumforsendur rökhugsunarinnar.
Þessi mörk hafa ávallt verið að
breytast frá einum tíma til annars og frá stað til staðar. Þau geta
verið fyrirskipuð samkvæmt valdboði eða boðuð með áróðri og
heilaþvætti, stundum næst um þau nokkuð almennt samkomulag.
Heimspekin getur nálgast að vera hrein trú, eða á hinn bóginn trúin
heimspeki. Eða stjórnmál og trú fallast í faðma og kæfa heimspekina.
Hvernig getur fólk verið visst um að trú þess sé hin eina rétta?
Spyrjum talíbana, spyrjum klerkana í
Íran. Spyrjum syrgjendur Sovétríkjannna, spyrjum sálfræðinga
Kóka-kóla. Förum í andaglas og spyrjum rannsóknarréttinn, spyrjum út
í himnana sjö, spyrjum Newton, spyrjum Lao-Tse. Spyrjum Davíð.
Spyrjum okkur sjálf. Erum við viss í okkar sök hvað sé trú, hvað
hjátrú, hvað ekki trú? Eða spyrja bara að leikslokum?
Þegar við vorum heiðin trúðum við því líkt og forn-Egyptar að
líkaminn færi til annars heims ásamt öllu því sem lagt væri með
okkur í hauginn, sem gat verið uppáhaldsgæðingurinn manns, bátur,
ýmsir munir, hvaðeina. Í hindúasið þótti sjálfsagt að skella ekkju
höfðingja með á bálið og mun víst enn tíðkast á laun, höfðinginn
myndi eiga hana áfram hinum megin.
Hugmyndin snýst þó fremur um að
fullkomið "afrit" af líkamanum og öllu meðfylgjandi dóti verði til
"hinum megin". Þessi trú einkennir flest trúarbrögð, ætli
himnaríkishugmyndir gyðinga, kristinna og múslima heyri ekki til
hreinna undantekninga frá viðhorfinu.
Trúarbrögð kommúnista kollvörpuðu
öllum fyrri hugmyndum manna um líf eftir dauðann. Ætli fyrr hafi
verið sett fram allsherjar trúarbragðakerfi sem einfaldlega gerði
ráð fyrir að öllu lyki með dauðanum, klippt og skorið, punktur og
basta.
Hugmyndin helgast af því að
kommúnistar litu á samfélagið sem einn allsherjar líkama er ætti sér
eilíft líf hér á jörðu, er í fyllingu tímans myndi líkast til
jafnast á við paradís á jörð. Einstaklingarnir ættu sér einungis
tilveru líkt og frumur líkama okkar sem eru sífellt að endurnýja sig
– við erum ekki hin sömu í dag og í gær, frumusafnið sem við vorum
gerð úr við fæðingu er löngu dautt en fjöldi frumu-kynslóða búinn að
æxlast, lifa og deyja með okkur síðan.
Að þessu atriði slepptu – lífi eftir
dauðann – er kommúnisminn eiginlega hreinræktuð kristni, líkt og
kapítalisminn á sinn hátt, þó að styðjist við heldur kaldranalegri
túlkun á kristni, mun nákomnari hinni gömlu gyðinglegu trú, auga
fyrir auga, tönn fyrir tönn. Við erum þá að sjálfsögðu að tala um anda
kenninganna, eins og þær hafa verið settar fram af fræðimönnum,
burtséð frá því hvernig þær hafa virkað í reynd.
Það furðulega er, að með falli
kommúnismans er þó engu líkara en kapítalistar hafi í raun alfarið
tekið upp hið kommúníska viðhorf, að lífið snúist einungis um
efnisheiminn, að ekkert sé þar fyrir utan – ekkert sem heiti líf
eftir dauðann, Guð bara gamalt punt. Kannski að hin kaldrifjaða
efnishyggja eigi alveg eftir að útrýma öllum slíkum hugmyndum en
t.d. mynd Ganesh verði með tímanum allsherjar sameiningartákn manna,
tákn hins alsæla, fullnægða samfélagslíkama.

Hvernig getur fólk verið visst um
að trú þess sé hin eina rétta? Á fólk kannski eftir að standa á
safni eftir 1000 ár og skoða krossa Krists og bænateppi múslima,
brjótandi heilann um hvernig við gátum virkilega trúað því að líf
væri eftir dauðann - jafnvel eilíft líf?
Ástæðulaust að vera að mikla fyrir okkur þó við deyjum. Enn, sem
betur fer, hafa allir dáið. Jafnvel hinir ódauðlegustu hverfa að
lokum mistri sögunnar. Og þó nú væri, annars væri mistrið ansi
svart.
Vandamálið er að þó við ættum heima
á óendanlega stóru pappírsblaði sem dygði þó ekki til að tjá öll
orðin um blaðið - þá breytti þó engu þó við myndum skera blaðið við
nögl, við vissum hvorki meira né minna um það sem væri ofan blaðs
eða neðan. - Eða væru það ekki bara orðin tóm? Um óskiljanlegt tóm?
(eða atóm?)
Gömlu Grikkirnir sögðu að allt
snerist um hlutföll. Sem rússar hefðu kannski orðað sem svo sitjandi
að sumbli: Hver babúska veit af sjálfri sér - þeirri sem hún felur
innra með sér og hinni sem hún er falin inni í.
Þá er bara spurningin, hvaða babúska
er hver? Hver er trúin hvers?
Vilji er allt sem þarf ... trúin flytur fjöll ... og þar fram eftir
götum. Vissulega. En hve oft er ekki takmarki einmitt náð með
verkfæri orkusugunnar - mátturinn er sogaður úr mótherjum, eftir það
liggur gatan greið með fjallið.
Trúin er því hvorki jákvæð né
neikvæð í eðli sínu, hún getur verið góð og getur verið slæm, getur
verið af hvaða tagi sem er. Er raunar eins og hvert annað verkfæri
hugans - en kannski það sem lengst nær, hvort sem er til góðra eða
illra verka.
Eðlilega er flestum jarðarbúum tamt
að tengja trúarbrögð við hið yfir-náttúrulega einvörðungu,
enda hafa önnur trúarviðhorf lítt átt upp á pallborðið um
þúsundir og tugþúsundir ára. Trú og
trúarbrögð geta þó engu að síður vísað til viðhorfa manna til hinstu raka lífsins, hvar sem
rökunum sleppir, hér á jörð eða í himnaríki eða í einhverjum víddunum
þar á milli.
Kommúnismi Marx og Engels afneitaði
þannig flestum fyrri hugmyndum manna um tilveru eftir dauðann, sem
verður að kallast mjög byltingarkennt trúarviðhorf. Heittrúaðir kommúnistar trúa
því að með dauða einstaklings ljúki hinstu rökum lífs hans, líkt og
frumu sem deyr.
Sannur kommúnisti trúir á jarðnesk
gæði, jarðneska tilveru, að allir hafi jafnan rétt til gæðanna,
trúir á hið góða í manneskjunni – trúir á bræðralag allra manna.
Hann trúir því að hinstu rök lífsins snúist um jarðneska paradís, að
í fyllingu tímans muni mannkyn upplifa himnaríki á jörð.
Hvað er þá sameiginlegt með
kommúnisma og hreinræktaðri kristni – að lífi eftir dauðann slepptu?
Að slepptri sálinni hans Jóns míns, felur ekki boðskapur kommúnista
í sér flest hin kristnu gildi eins og þau hafa verið túlkuð af
einlægustu jafnaðarmönnum kristindóms í tvöþúsund ár? – NB! samkvæmt
kenningunni, burtséð frá allri reynd, þó nú væri...
Eitt er að sitja í mjúkum sófa og blaka við hugmyndum.
Annað að fara út á strætin og kollvarpa hugmyndunum:
Gera BYLTINGU, líkt og kommúnistar, BYLTINGU sem varir.
Það merkilega er, að engu er
líkara en að hið kommúníska viðhorf sé að verða allsráðandi, sem sé
að lífið snúist einungis um efnisheiminn, að ekkert sé þar fyrir
utan – ekkert sem heiti líf eftir dauðann, að Guð sé bara gamalt
punt.
Hvenær hefur kapítalismi annars ekki stuðst
við trúarbrögð. Eða telst það ekki til hreinna undantekninga að
kapítalistar hafi ekki mótað hugmyndafræði sína út frá einhverrri
skoðun á ekki-efnisheiminum eða hinu yfir-náttúrulega - jafnt sem efnisheiminum?
Sá kapítalismi sem við höfum alist
upp við og heimurinn er nú heltekinn af, hefur
gengið gegnum margvísleg breytingarskeið. Til einföldunar getum við
sagt að hann eigi sterkar rætur í siðaskiptunum, í trú mótmælenda.
Allt fram á seinustu öld eimdi talsvert eftir af því viðhorfi
sanntrúaðra kapítalista, að þeir ekki einungis þökkuðu drottni alla
velgengni sína, heldur litu jafnframt á sig sem umboðsmenn hans í
víngarði drottins, að þeirra væri umboðið og valdið til að gæta
hjarðarinnar, verkamannanna.
Á allra seinustu áratugum hefur hinn
vestræni kapítalismi skotið rótum svo víða um heim að er orðinn
alveg alþjóðlegur, og þar á ofan nánast orðinn óháður
öllum trúarbrögðum – á góðri leið með að verða trúarbrögð í sjálfum
sér.

Í himnaríki ríkir algjör frjálshyggja. En af því allir eru svo góðir
við alla – eru sannir sósíalistar til orðs og æðis – þá gengur
siðfræði Adams Smith upp:
As to love our
neighbour as we love ourselves is the great law of Christianity, so
it is the great precept of nature to love ourselves only as we love
our neighbour, or what comes to the same thing, as our neighbour is
capable of loving us. Adam Smith
Elska skaltu náunga þinn eins og
sjálfan þig, lásu Adamsverjar sem sagt á sinni tíð – eða eins og
Adam benti réttilega á, að komi í sama stað niður: eins og náungi
þinn megnar að elska þig. Stendur að vísu hvergi skrifað í Auðlegð
þjóðanna heldur í miklu grundvallar siðfræðiriti sama höfundar að
Auðlegðinni - Kenningu um mórölsk viðhorf. Varla von að hinstu rök
nútíma frjálshyggju nái lengra en hin kommúnísku nef þegar aðeins
annað testamentið er boðað en sjálfum siðagrundvelli trúarbragðanna
sleppt - líkt og þeir Marx og Smith hafi verið samvaxnir tvíburar,
reisandi hús sitt á sama sandinum, vitandi ei lengra nefi sínu:

Einn denar til eða frá skiptir því engu máli í sæluríkinu.
Money = Honey. Kommúnismi = kapítalismi.
Fyrir mörgum áratugum síðan fór efnafólk í Brasilíu að víggirða
heimili sín til að fá frið fyrir lánleysingjunum fyrir utan. Hverfi
hinna best settu eru einfaldlega umlukin landamæragirðingum með
hliðum, varðmönnum, passaskoðunum.
Í Brasilíu er stéttamunur og
gríðarlegur tekjumunur landlægur og vegalengdir afar stuttar milli
hinna ríku og fátæku, sérstaklega í stórborgum. Það hefur almennt
ekki verið svo á Vesturlöndum, ekki neitt í líkingu við það í
Brasilíu, ekki fyrr en á allra seinustu árum, með vaxandi upplýsingu
fólks um allan heim og ekki síst vegna betri og ódýrari samgangna,
að heimurinn er að verða eins og lítið þorp með Vesturlönd fyrir
herragarð í miðju.
Væri einhver tilbúinn að missa
spón úr aski sínum og minnka þannig lífsgæðamuninn milli heimsálfa -
milli herragarðsins óðum múrum girta og lénsumdæmanna í kring?
Hinar dimmu miðaldir hafa löngum verið orðum auknar. Þvert á
móti voru miðaldir framfaraskeið í Evrópu, þó vissulega fremur hægt
hafi miðað á mælikvarða okkar nútímamanna. Það var fyrst og fremst
hið gamla móðurland Rómaveldis, Ítalía, sem varð hrörnun að bráð,
allt þar til reis úr öskustónni á endurreisnartímanum, sbr.
myndlist, bókmenntir, bankastarfsemi.
Lítið dæmi um framfarir í Evrópu á
snemm-miðöldum er hernaðartæknin sem barbarar Evrópu lærðu af Húnum,
að beita hestum í hernaði; og er tímar liðu fram að beita hestum
fyrir vagna og ýmis akuryrkjutól. Hesturinn varð
þarfasti þjónninn og gjörbreytti samgöngum á landi. Þetta voru miklir gerjunartímar,
þjóðflutningatíminn, þegar ættbálkar, þjóðir og þjóðabrot tóku á ný
að skipta upp með sér nýtanlegu landi í Evrópu og herjuðu ekki síst
ákaft á hin gömlu vígi drottnara sinna, Rómverja.
Rasismi Rómverja var löngum fólginn
í því að líta niður á þá sem ekki væru af rómversku bergi brotnir.
Barbarar voru hinir. Undirmálslýður kjörinn til að erja
jörðina og framleiða landbúnaðarvörur og ýmsan nytjavarning fyrir
herraþjóðina. ÓDÝRT. Gamalt og nýtt viðhorf.
Að sjálfsögðu lærðu barbararnir
margvíslegt af drottnurum sínum og urðu þeim að lokum fremri á
flestum sviðum. Gömul og ný saga. Á snemm-miðöldum brutust þeir
smám saman undan okinu, og svo tók við hin hefðbundna innri erjan.
Þessar aldir voru ekki dimmari en
svo að um miðbik þeirra réðu þjóðir Evrópu sér sjálfar og skipulögðu
sín ríki að mestu án afskipta utanaðkomandi stórveldis. Handverk og margvísleg
tækni hafði tekið stórstígum framförum. Dæmi um það eru skipasmíðar
Norðurlandabúa og ein afleiðingin: landnám Norðmanna á Íslandi,
afleiðing af tækniframförum.
Siglingatækni hefur bein áhrif á
samgöngur, slíkt hið sama betri vagnar og liðugri hjól. Verslun tók
því eðlilega miklum framförum, ekki síst með tilkomu banka, sem
leystu vöruskipti af hólmi. Gyðingar lögðu þungt lóð á þær
vogarskálar, sú reikningsglögga þjóð, og enda að verulegu leyti
meinað að leggja stund á aðrar atvinnugreinar og samlagast
þjóðahafinu. Þá lærðu Evrópumenn margt og ekki lítið af aröbum á þessum tíma, til að mynda
æðri reikningslist og
margvíslegt fíngert handverk, svo sem klukkusmíði. Að ógleymdum
hinum gömlu klassísku fræðum Grikkja sem arabar voru sérfræðingar í
á þessum tímum.
Til að gera langa sögu stutta: Þegar
miðöldum lauk með landafundunum voru gömlu barbararnir mjög vel í
stakk búnir til að líta niður á heiminn í kringum sig, slíkar höfðu
framfarirnar orðið. - Þá þegar tóku sagnfræðingar að breiða yfir
fortíð þjóða sinna, einfaldlega með því að sinna ekki eigin sögu
heldur láta sem saga Rómverja og Grikkja væri saga sín. Þegja sem
fastast um, að í augum þeirra höfðu aðrir íbúar Evrópu þó upp til
hópa aðeins verið fyrirlitlegur undirmálslýður: barbarar.
Rasisimi er komið af orðinu race =
ætt, ættbálkur, kyn, kynstofn. Reyndar náskylt kappi og keppni.
Hinir sterkari líta niður á hina veikari – á hverjum tíma. Þegar
verst lætur gengur drottnunargirni út í hreinræktaðan fasisma.
Hinn hvíti 'kynstofn' gyðinga sem öllu ræður í Ísrael
kann að vera alls óskyldur semítum, sem byggðu lönd Miðjarðarhafsbotna til
forna og byggja enn. Semítar eru kynstofn með semítíska tungu, áður
fyrr t.d. Assýrar, Fönikar og Kaldear, en í dag aðallega arabar,
gyðingar og Eþíópíumenn.
Hvers vegna Kasastanar og fleiri
þjóðir alls óskyldar gyðingum tóku upp gyðingatrú fyrr á öldum er
saga út af fyrir sig, en hitt vitum við að þegar þeir voru komnir
til Evrópu og höfðu reynt að aðlagast þar um aldir sem 'gyðingar' þá
varð til hreyfing á meðal þeirra sem tók afar fegins hendi afar
'vísindalegum' kynþáttakenningum upplýsingarinnar, sem áttu svo
miklu fylgi að fagna á fyrri hluta seinustu aldar, sællar minningar,
líka hér...
Þessi hreyfing Evrópugyðinga, og þá
ekki síst bandarískra af þeim 'stofni', komst að þeirri niðurstöðu
að Gyðingar væru æðstir kynstofna - og upp af spratt
kynþáttaaðskilnaðarstefnan sem þeir nefndu zíonisma, reyndar
í óþökk fjölmargra hugsandi gyðinga um allar jarðir.
Þýsk þjóðernishreyfing, nasistar,
var þessari niðurstöðu að vísu fremur ósammála, og þótti sér og
sínum 'aríum' svokölluðum ögrað. Við þekkjum þá sögu og þurfum vart
að rekja hér. Flestar menningarþjóðir hafa varpað þessum 'vísindum'
fyrir róða á sama tíma og Gyðingaríki hefur greypt þau sem gimstein
trúarsetninga sinna inn í 'stjórnmálavísindi' sín.
Eru vísindin á góðri leið
með að verða trúarbrögð okkar? Eða ná hinstu rök núorðið nokkuð
lengra en venjulegt sérfræðings nef?
Eða trúarbrögðin - á
góðri leið með að verða hrein vísindi? Eru þess dæmi núorðið að hinstu rök nái
lengra en venjulegt guðfræðings nef?
'Sérfræðingar' allra landa og
montkennisetninga - vítin eru til að varast, gætið að!
The weight of the world
is love.
Under the burden
of solitude,
under the burden
of dissatisfaction
the weight,
the weight we carry
is love.
Who can deny?
In dreams
it touches
the body,
in thought
constructs
a miracle,
in imagination
anguishes
till born
in human--
looks out of the heart
burning with purity--
for the burden of life
is love,
but we carry the weight
wearily,
and so must rest
in the arms of love
at last,
must rest in the arms
of love.
No rest
without love,
no sleep
without dreams
of love--
be mad or chill
obsessed with angels
or machines,
the final wish
is love
--cannot be bitter,
cannot deny,
cannot withhold
if denied:
the weight is too heavy
--must give
for no return
as thought
is given
in solitude
in all the excellence
of its excess.
The warm bodies
shine together
in the darkness,
the hand moves
to the center
of the flesh,
the skin trembles
in happiness
and the soul comes
joyful to the eye--
yes, yes,
that's what
I wanted,
I always wanted,
I always wanted,
to return
to the body
where I was born.
Sjá nánar: Allen Ginsberg
|