< Brautir í borg og bćjarleiđir

Brautir í borg og bćjarleiđir

3. Miklabraut og krossgötur (okt 2004)

 

Beinlínustraumar í hindrunarlausu flćđi

Viđ Eskihlíđ fćru ţrjár akreinar – ein rein í innakstursstefnu en tvćr í útakstursstefnu – í ţríbreiđan lágstokk, tvískiptan, er vćri um 16 metra breiđur til endanna og alls um 700 metra langur, og lćgi ađ Stakkahlíđ. Lengst af leiđar vćri stokkurinn víđari, um 20 metrar, međ tveimur akreinum fyrir hvora akstursstefnu. Á ţessum kafla Miklubrautar vćri 45 km hámarkshrađi á brautinni ofanjarđar.

 

Beita skrunborđa - eđa birta uppdrátt í fyllri mynd

Tvćr akreinar, ein í hvora áttina nćst miđju brautar, fćru síđan um 9 til 10 metra breiđan lágstokk undir Kringlumýrarbraut.

Austan Kringlu og göngubrúarinnar sem liggur ţar yfir Miklubraut fćru ţrjár akreinar – ein rein í innakstursstefnu en tvćr í útakstursstefnu – í ţríbreiđan lágstokk, og síđan sem leiđ lćgi í tvennum tveggja akreina lággöngum undir Háaleiti og Háleitisbraut, ađ göngin tengdust svo

Miklubraut ađ nýju austan Grensásvegar, um miđbik brautar, ţá á samsvarandi hátt í ţríbreiđum lágstokki međ tveimur akreinum fyrir útakstur en einni rein fyrir innakstur. Á ţessum kafla kynni hámarkshrađi ađ vera takmarkađur á brautinni ofanjarđar, líkt og milli Eskihlíđar og Stakkahlíđar, og ţá e.t.v. hugađ ađ aukinni landnýtingu međ byggingum međfram brautinni.

Ţá vćri einnig lagđur lágstokkur um Kringlumýrarbraut undir Miklubraut, ein akrein fyrir hvora akstursstefnu, ţvert undir Miklubrautarstokkinn, en samanlögđ dýpt beggja stokka vćri ţá um 6 metrar, eđa um 3 metrar fyrir hvorn stokk, og ţó metra grynnra í heildina miđađ viđ ađ gatnamótin vćru jafnframt hćkkuđ um einn metra.

Á yfirborđi allra gatnamóta vćru síđan gerđ hringtorg, ađ gatnamótum Háaleitisbrautar međtöldum, ásamt undirgöngum á alla vegu fyrir gangandi vegfarendur viđ öll gatnamótin. Hringtorgin vćru jafnframt búin umferđarljósum til ađ stýra umferđarflćđi á háannatímum eđa ţegar ţörf krefđi, t.d. vegna strćtisvagna svo og vegna lögreglu-, slökkvi- og sjúkrabíla. Ljósin vćru annars sjálfstýrđ af umferđarskynjurum, og ţá ţannig ađ biđtími ađliggjandi umferđarstrauma hefđi áhrif á hringstreymi um torgin – en einungis ţegar umferđarţungi krefđist. Gert er ráđ fyrir ađ ţrjár akreinar liggi ađ öllum hringtorgum, ţar af vćri ysta akreinin yfirleitt frátekin fyrir strćtó, eftir ţví sem hćgt vćri ađ koma viđ, oft í beinu framhaldi af stoppistöđ.

Öryggis vegna er miđađ viđ einnar akreinar innakstur í lágstokka og lággöng, ţó svo ađ greinist í tvćr reinar á sömu stefnu er inn í lengri stokka eđa göng vćri komiđ, ţá einnig öryggis vegna. En tveggja akreina innakstur á sérleiđ gćti skapađ vanda gagnvart stćrri ökutćkjum, t.d. í lélegu skyggni og viđ önnur erfiđ skilyrđi (og kann ţó ađ vera möguleiki á ađ finna viđunandi lausn er fćli í sér tveggja akreina innakstur ef ţörf ţćtti). Á hinn bóginn ber ađ hafa í huga ađ hluti ađvífandi umferđar greinist í beygjustrauma sem nýta ekki sérleiđarakrein um stokka og göng. Beinlínustraumur á sérleiđ vćri aftur á móti í hindunarlausu flćđi ađ öllu jöfnu og reikna má međ ađ hćgfara ökumenn hneygđust fremur til ađ velja hefđbundna leiđ á yfirborđi.

Ţá er einnig miđađ viđ ađ međ tveimur leiđum yfir Elliđaárvog, í stađ einnar, ásamt gerđ Holtaganga (sbr. 1. kafla, um Sundabraut) yrđi dreifing umferđar um austurborgina jafnari og álag ţví minna á Miklubraut en ella myndi verđa. Eftir sem áđur er miđađ viđ ađ ein sérleiđarakrein á hvorri stefnu, auk tveggja akreina til viđbótar fyrir öll ökutćki á hvorri stefnu brautarinnar, alls a.m.k. sex akreinar, anni um 8000 bílum á klst, (sbr. 2. kafla, um lágstokka og lággöng), ţar af anni einföld tvístefna á sérleiđum allt ađ 3600 bílum á klst. En er sérleiđ vćri orđin mettuđ á háannatíma fćri öll umframumferđ, jafnt smá sem stór ökutćki, um hringtorgin.

 

Kostnađur viđ framkvćmdir

Kostnađur viđ sérleiđina gćti gróft á litiđ veriđ ţessi:

  • Lágstokkur, fjórbreiđur lengst af leiđar en ţríbreiđur til endanna, alls um 700 metra langur, frá Eskihlíđ ađ Stakkahlíđ, og gerđ hringtorgs á mótum Lönguhlíđar og Miklubrautar, ásamt hćkkun gatnamóta um ca. 0,3 metra og gerđ undirganga fyrir gangandi vegfarendur: 1300 milljónir.

  • Miklubrautarstokkur viđ Kringlumýrarbraut, einn tveggja akreina lágstokkur, um 9 metra breiđur, er lćgi um 2 metra undir núverandi yfirborđi en gatnamót vćru hćkkuđ um 1m: 150 milljónir.

  • Kringlumýrarstokkur viđ Miklubraut, einn tveggja akreina lágstokkur, um 10 metra breiđur og um 170 metra langur auk ađreina, á mest um 5 til 6 metra dýpi frá núv. yfirborđi: 400 milljónir.

  • Hringtorg viđ Miklubraut / Kringlumýrarbraut og hćkkun gatnamóta um 1m ásamt gerđ ţrennra undirganga fyrir gangandi vegfarendur, ţar af mynduđu ein undirgöngin (undir Kringlumýrarbraut ađ Kringlu) jafnframt einstefnuleiđ fyrir allar stćrđir bíla ađ vestan, allt unniđ í beinum tengslum viđ gerđ stokkana undir Miklubraut og Kringlumýrarbraut: 200 milljónir.

  • Háaleitisgöng – tvenn lággöng ásamt stokkum/gangamunnum til beggja enda – fjórbreiđ leiđ lengst af leiđar en ţríbreiđ til endanna, alls um 800 metrar ađ lengd: 1400 milljónir.

  • Hringtorg viđ Grensásveg og hćkkun gatnamóta um 0,5 til 1m ásamt undirgöngum á alla fjóra vegu fyrir gangandi vegfarendur, allt unniđ í beinum tengslum viđ gerđ gangamunna fyrir Háaleitisgöng: 200 milljónir.

  • Hringtorg viđ Háaleitisbraut ásamt undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur á alla fjóra vegu: 200 milljónir.

  • Akreinastýring vegna lágstokka og lágganga – uppsetning hćđarskynjara og skilta auk hrađaviđvörunarbúnađar jafnt á sérleiđum sem viđ hringtorg: 150 milljónir.

Heildarkostnađur viđ allar framkvćmdir á Miklubraut frá Bústađavegi ađ Grensásvegi vćri samkvćmt ţessu um 4 milljarđar króna.

 

Kostnađur viđ slys og tjón á Miklubraut

Fjármagn til samgöngubóta á höfuđborgarsvćđinu er ekki bara takmarkađ heldur er einnig takmarkađur arđur af ţví vegna ţess hve ţađ deilist í fáa stađi. Međ lausnum sem byggđu á lágstokkum og lággöngum samfara gerđ hringtorga ţar sem ţau ćttu viđ má lćkka kostnađ viđ umferđarmannvirki verulega og ţannig nýta ţađ fé sem er til skiptanna á mun fleiri stöđum en ella.

Undanfarin ár hafa heildartjón tryggingafélaga í Reykjavík einni numiđ um 6 til 7 milljörđum króna á ári hverju, ţar af er gróft á litiđ um einn milljarđur vegna Miklubrautar einnar og gatnamóta. Er ţá ótalinn allur samfélagslegur kostnađur svo sem hjúkrun slasađra, endurhćfing og greiđslur örorkubóta svo og tjón sem einstaklingar bera skađa af án bóta frá tryggingafélögunum. Ţessi kostnađur hleypur á hundruđum milljóna króna á ári hverju á Miklubraut einni, til viđbótar greiđslum tryggingafélaganna.

 

 

Ef fjögra milljarđa króna framkvćmdir á Miklubraut og krossgötum hennar myndu draga úr bótagreiđslum tryggingafélaganna sem svarar til um 700 milljóna króna á ári, miđađ viđ 75% fćkkun tjóna á ţeirri leiđ, ţá lćtur nćrri ađ arđurinn gćti numiđ um 10% lćkkun iđgjalda. Ađ teknu tilliti til samfélags sparnađar ţar til viđbótar og fćkkunar tjóna sem einstaklingar bera skađa af bótalaust, kynni arđurinn af framkvćmdunum ađ vera nokkuđ á annan milljarđ króna á ári hverju, sem myndi svara til ţess ađ framkvćmdir borguđu sig beinlínis upp á örfáum árum.

Önnur ein tjónahćsta braut landsins, og ţar međ Reykjavíkur, er Kringlumýrarbraut. Gróft á litiđ má ćtla ađ um ţriđjungur til fjórđungur allra tjóna í Reykjavík og flest alvarlegustu slysin verđi á ţessum brautum tveimur og tengdum gatnamótum. Ţađ er ţví ekki ekki síđur ađkallandi ađ gera margvíslegar áţekkar úrbćtur á Kringlumýrarbraut, sérstaklega norđan Miklubrautar, ţá ekki síst séu höfđ í huga áhrif af vćntanlegri vegtengingu yfir Elliđaárvog.

 

Heimildir:

Miklabraut-Kringlumýrarbraut, Frumdrög-áfangaskýrsla. Reykjavíkurborg/Vegagerđin – Júní 2003. (pdf)

Algengustu tjónin í Reykjavík 2003. Skýrsla Sjóvár-Almennra, Einar Guđmundsson – Ágúst 2004 (pdf)

______________________________

Brautir í borg og bćjarleiđir:

1. Tvískipting Sundabrautar um Elliđaárvog

2. Lágstokkar og lággöng - umferđ á krossgötum

3. Miklabraut og krossgötur

 

© október 2004

Árni B. Helgason

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist