Miðborg og strönd - Eldri hugmyndir
Eldri hugmyndir, sem hin samfellda
hugmynd að skipulagi byggir á, gerðu ráð fyrir að öll umferð færi í
djúpan stokk um Geirsgötu - í stað grynnri stokks einungis
ætluðum fólksbílum og
öðrum minni ökutækjum.
Þá var ekki gert ráð fyrir hafnkví og viðlegukanti fyrir
skemmtiferðaskip og því miðað við heldur umfangsminni landfyllingu í
krikanum milli Ingólfsgarðs og Sæbrautar. Að öðru leyti eru
þessar eldri hugmyndir í aðalatriðum nokkuð áþekkar hinum nýrri.
|
 |
Vesturbær - Miðbær
Grunnskipulag og byggð
(janúar 2004)
Frá Granda austur að Hafnarhúsi og frá Vesturgötu norður að
höfn.
Nýjar bryggjur og viðlegukantar á slipplegunni.
Íbúðabyggð við vestanverða Mýrargötu og á Slippfélagslóð og
þjónustuíbúðir norðvestur af Hafnarhúsi.
Megin umferðarþunga
miðlungi stórra og minni bíla
beint um mjó veggöng milli Eiðisgranda og Geirsgötu. Öll umferð
um Geirsgötu í stokki.
|
Miðbær - Sæbraut
Grunnskipulag og byggð
(janúar 2004)
Frá
Hafnarhúsi austur að Sæbraut og frá Bernhöftstorfu norður að
Ingólfsgarði.
Svæðið sunnan og austan
Tónlistar- og ráð-stefnuhallar byggt stofnunum, hótelum,
fyrirtækjum. Hafntengd starfsemi og íbúða-byggð
á landfyllingu milli Ingólfsgarðs og Sæbrautar.
Megin umferðarþunga miðlungi stórra og minni bíla beint um mjó veggöng undir
Stjórnarráðsreit og Arnarhól og í stokk undir Geirsgötu. Öll
umferð um Geirsgötu í stokki.
|
 |
 |
Vesturbær - Miðbær - Sæbraut
Heildarskipan gatna og ganga
(jan. 2004)
Megin gegnumumferð um mjógöng og stokk, hámarkshraði 45 til 60 km:
Geirsgata í stokki en mjógöng milli Eiðisgranda og Geirsgötu fyrir miðlungs stóra og minni
bíla, og á hinn bóginn undir Arnarhól og
Stjórnarráðsreit að Sæbraut.
Götur að öðru leyti með 30 km
hámarkshraða, opnar allri umferð, innan hverfa jafnt sem milli
hverfa. |
______________________________
Eldri
hugmynd: Vesturbær - Miðbær
Eldri
hugmynd: Miðbær - Sæbraut
Eldri
hugmynd: Heildarskipan gatna
© febrúar 2004
Árni B. Helgason ("Valka"/"Salka") |
prenta skjal
Rómanza:
heim á kvist
|
|