RÓMANZA - safnrit á vef
Tilvísanir -
hyperlinks - á öllum innsíðum Rómönzu eru auðkenndar með sama
lit -
rauðbrúnum, ýmist
feitletruðum eða ekki og í mismunandi leturstærðum -
líkt og t.d. efnisyfirlitið hér að ofan, og undirstrikast á meðan
músarbendill er yfir, en þegar smellt hefur verið á vísun verður
litblærinn yfirleitt rauðari, sem helst svo lengi
sem skjalið er ekki snert aftur með bendlinum; snerting skrunborða
hefur þó engin áhrif.
Vefur Rómönzu er byggður upp í ramma-umhverfi
- frames - sem mjög fornaldarlegir vafrar ráða illa eða ekki við. Úrdráttur efnisyfirlits
ætti annars að birtast vinstra megin á skjá, ásamt stiku fyrir
efnisflokk efst á síðu, þegar vefurinn er opnaður í heild sinni í
vafra sem ræður við ramma.
Efnisyfirlitið hér á þessari síðu - veftréið - opnar á hinn bóginn aðgang
að öllum síðum vefsins, óháð því hvort vafri birti ramma
eða ekki.
Leitarvélar vísa iðulega í sköl ein og sér, óháð römmum
sem skjölin kunna að vera tengd. Ávallt má þó rekja sig inn á vef
Rómönsu með tilvísuninni efst í vinstra horni skjals - eða opna
vefinn á forsíðu, í heild sinni, með vísuninni
heim
á kvist sem er alltaf að finna neðst í hægra horni skjals.
Á köflum er vefurinn með þyngra móti fyrir þá sem
hafa ekki aðgang að ADSL eða hliðstæðri sí- og hraðtengingu. Þetta
kemur þó varla að sök nema einna helst í þáttunum um Leiðakerfi
Strætó og Miðborg og strönd, þar sem er all nokkuð um stórar myndir,
þó oft einungis sem viðbótarmöguleiki og stærð myndar þá gefin upp í
kílóbætum. Athuga ber að þá er það einungis fyrsta opnun sem kann að
vera þung, því oftast geyma vafrar afrit í nokkrar vikur sem þeir
nýta sér til flýtisauka við síðari opnanir skjala.
Vefurinn er hannaður í Microsoft Front Page og hefur
verið prófaður í vafranum Internet Explorer 5.0. Enn hafa litlar
prófanir farið fram í öðrum vöfrum, svo sem Netscape, Mozillu eða
Óperu, en yfirleitt ættu þeir að virka vel. Á fáeinum stöðum á vef Rómönzu eru notaðir inn-rammar
svokallaðir, sem hlutar af síðum, sem ekki er víst að allar tegundir
vafra ráði við, og því síður sem útgáfur þeirra eru eldri. Ábendingar um hnökra, hvers eðlis sem kunna að vera, eru vel
þegnar.
Vefur Rómönzu er magazín, óháð tíma og óháð rúmi,
sem ganga má að vísu þegar hverjum og einum hentar. Jafn auðvelt er
að loka því eins og að opna aftur.
Safn þetta má ekki afrita með neinum hætti,
svo sem ljósmyndun, prentun,
hljóðritun, rafritun
eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða
í heild, án leyfis útgefanda — nema afritun sé
til
einkanota eða tilvísunar einvörðungu.
|