< Rómanza

Á HVERFANDA HVELI

 

 

 

 


  Að aðhafast...

 

 

Það rignir rósum. Englarnir klappa og hrópa. Guð almáttugur hneigir sig og brosir.

Ungur, óreyndur engill stenst ekki mátið. Hann veifar vængjunum og æpir: Lengi lifi Guð almáttugur. Hann lifi.

Himinninn skelfur af húrrahrópum, en Guð almáttugur bítur snöggvast á vörina. Hann er eilífur. Svo brosir hann og hneigir sig.

 

Gabríel erkiengill hefur boð inni og heldur aðalræðuna. Honum mælist vel að vanda. Leikararnir hafa þvegið sér og haft fataskipti. Þeir eru sóttir, og þeir strjúka hendinni um augun.

 

Guð almáttugur stígur niður úr hásæti sínu, og slær kumpánlega á öxl aðalleikarans:
Þú varst óborganlegur, segir hann, og lítillækkar sjálfan sig.

Ég skil þetta ekki, segir leikarinn. Hér er glaumur og gleði, en ég kem frá landi hörmunganna.

Já, þú varst ágætur, segja englarnir.

Ég efast um, að aðrir hefðu leikið það betur, segir Gabríel erkiengill, og hann ber gott skyn á slíka hluti.

Leikarinn setur hnykk á höfuðið og hlær.

Það var leikur, segir hann og blístrar. En segðu mér eitt, Guð almáttugur. Af hverju vitum við ekki, að við erum að leika?

Þegar þið vitið það, leikið þið ekki. Þið setjist bak við tjöldin og horfið á.

Þetta sagði Guð almáttugur og veislunni var haldið áfram.

 

Tjaldið fellur eftir Jón Thoroddsen

 

   Réttmæti skatt...

 


   Jeppi barón...

 


  Kjarneðlisfræði...

 


  Skattlendur jarðar...

 

 

 

 

 

Á hverfanda hveli:

> Að aðhafast - að aðhafast ekki

> Réttmæti skattheimtu

> Jeppi barón og hirðin hans

> Kjarneðlisfræði skattalaga

> Skattlendur jarðar og jarðargróðinn

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist